Innlent

Hindra að þú sofir hjá nánum ættingja

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það getur verið varasamt að hitta ókunnuga á bar.
Það getur verið varasamt að hitta ókunnuga á bar. Mynd/ Getty.
Á mörgum erlendum fréttavefjum er í dag fjallað um app Íslendingabókarinnar undir þeim formerkjum að nýtt app sé komið á markað sem varni því að fólk sofi hjá frændsystkinum sínum.

Á vef Business Week segir til dæmis að það fylgi því vissar hættur að hitta einhvern á bar og fara með vikomandi heim. Búi maður á Íslandi sé ein hættan sú að viðkomandi geti verið náinn ættingi, þar sem á Íslandi búi einungis 320 þúsund íbúar og nánast allir eigi sama forföður. Það sé ekkert app sem komi í veg fyrir að menn hitti náinn frænda eða nána frænku á veitingastöðum um helgar.

Með Íslendingaappinu sé hins vegar hægt að komast að því hversu miklir skyldleikar séu á meðal fólks á meðan maður er á barnum. „Þetta app felur í sér sifjaspellsvara, segir Arnar Freyr Aðalsteinsson, einn þeirra sem hannaði appið. „Ef þú ýtir að takka sýnir appið þann frænda sem er næstur þér. Ef þú ýtir á takka nálægt einhverjum sem er mjög náskyldur þér kviknar viðvörunarbjalla og textaviðvörun birtist,“ segir Arnar jafnframt.

Meira má lesa um málið á vef Business Week.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×