Innlent

Sævar Karl er til sölu

Rekstur Sævars Karls er nú til sölu og rennur frestur til að skila kauptilboðum í verslunina út 1. maí 2013. Verslunin er í Hverfisgötu 6 en húsnæðið er ekki til sölu.

Í tilkynningu segir að hjónin Erla Þórarinsdóttir og Sævar Karl Ólason, klæðskeri stofnaðu verslunina Sævar Karl. Verslunin var fyrst staðsett í Bankastræti 9 en flutti síðar í Kringluna. Sævar keypti seinna Bankastræti 7 og innréttaði sem lúxusverslun og flutti starfsemina úr Kringlunni og aftur í Bankastrætið.

Árið 2007 keypti hópur fjárfesta verslunina og fasteignina af Sævar Karli Ólasyni og eiginkonu hans en fjárfestingarsjóðurinn Arev NI  tók forystuna í hluthafahópnum eftir fjárhagsörðugleika eigenda í ársbyrjun 2009. Fjárhagsörðugleikarnir stöfuðu af minnkandi eftirspurn eftir munaðarvöru í kjölfar falls bankana 2008 og var reksturinn því þungur á árunum 2009 og 2010.

„Reksturinn hefur þó farið hratt batnandi eftir að verslunin var í mars 2011 flutt í minna húsnæði við Hverfisgötu 6. Þar er verslunin nú til húsa og dafnar vel og sinnir sístækkandi hópi bæði Íslendinga og erlendra ferðamanna. Þess má geta að við hlið Sævar Karls opnaði nýverið nýtt sölugallerí fyrir myndlist, Hverfisgallerí. En með því er má segja að gömlum tengslum við Sævars Karls við íslenska myndlist sé haldið við,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×