Innlent

Lesbísk eiginkona íslenska forsætisráðherrans heimsækir Háskólann í Beijing

Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar
Jónína Leósdóttir hefur að mestu haldið sig utan sviðsljóssins í Kína.
Jónína Leósdóttir hefur að mestu haldið sig utan sviðsljóssins í Kína.
Jónína Leósdóttir mætti við pallborðsumræður í Háskólanum í Beijing, í deild erlendra stúdenta, en kynhneigð hennar var lítið sem ekkert rædd við það tækifæri.

Svo segir í South China Morning Post, en fyrir utan þessa heimsókn hélt eiginkona Jóhönnu Sigurðardóttur, sig að mestu utan sviðsljóssins í fimm daga opinberri heimsókn forsætisráðherra Íslands. Í fréttinni segir meðal annars að Jónína hafi sagt stúdentum af ferli sínum sem rithöfundur sem og það að hún var eitt sinn einstæð móðir og sonur hennar dvaldist í Kína um sex ára skeið. Sjálf hefur hún ekki sótt landið fyrr heim og má það einkum rekja til flughræðslu hennar.

Í gær var fjallað um heimsókn Jóhönnu í Daily News undir fyrirsögninni að heimsókn hennar gæfi samkynhneigðum Kínverjum von.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×