Innlent

Um 80% eru á móti lögleiðingu kannabisefna

Hugrún J. Halldórsdóttir skrifar
Rúmlega áttatíu prósent landsmanna eru andvíg lögleiðingu á neyslu kannabisefna hér á landi samkvæmt könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Um fjörutíu og fimm prósent stuðningsmanna Pírata eru þó mjög eða frekar fylgjandi lögleiðingu.

Konur vilja síður lögleiða neyslu kannabisefna samkvæmt könnuninni, áttatíu og sjö prósent þeirra segjast lögleiðingu andvíg miðað við sjötíu og sjö prósent karla. Munur er á skoðunum fólks eftir aldri þó ekki mjög mikill, tæp áttatíu prósent fólks á aldrinum átján til fjörutíu og níu ára eru mjög eða frekar á móti lögleiðingunni en tæp níutíu prósent fimmtíuára og eldri.

Og það er mjög áhugavert að líta á svör fólks eftir pólitískri stöðu því tuttugu og fimm prósent stuðningsmanna Bjartrar Framtíðar segjast mjög eða frekar sammála því að leyfa eigi lögleiðingu kannabisneyslu og tæp fjörutíu og fimm prósent stuðningsmanna Pírata. Stuðningsmenn þessara tveggja flokka eru hlynntari lögleiðingu en aðrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×