Innlent

Only God Forgives keppir um Gullpálmann

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Kvikmyndin Only God Forgives eftir Nicholas Winding Refn mun keppa um Gullpálmann á kvikmyndahátíðinni í Cannes í maí.

Í aðalhlutverkum eru þau Ryan Gosling og Kristin Scott Thomas, en framleiðandi myndarinnar er Þórir Snær Sigurjónsson.

Það er ljóst að mikil pressa er á leikstjóranum, þar sem hans síðasta mynd, Drive, naut hylli almennings jafnt sem gagnrýnenda. Þórir Snær er þó pollrólegur yfir möguleikanum á Gullpálmanum.

„Eins og Nicholas sagði í dag, núna byrja lúxusvandamálin. Hvort við vinnum eða ekki. Það getur nú verið hálfgert lottó,“ segir Þórir Snær, en hann hefur kynnt sér keppinautana lítillega.

Meðal þeirra eru myndir frá leikstjórunum Steven Soderbergh, bræðurnir Joel og Ethan Coen, Roman Polanski og Takashi Miike. Þórir Snær treystir sér þó ekki til að fullyrða hver helsti keppinauturinn verður.

„Það er erfitt að segja. Er ekki svolítið erfitt að keppa við Coen-bræður?"

Horfa má á sýnishorn úr Only God Forgives í spilaranum hér fyrir ofan, en athygli er vakin á því að sumum gæti þótt það óhuggulegt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×