Innlent

Peningaskúffumálið í World Class upplýst

Jóhannes Stefánsson skrifar
World Class í Kringlunni
World Class í Kringlunni Mynd/ Úr safni
Peningaskúffa var brotin upp í líkamsræktastöð World Class í Kringlunni í fyrrinótt. Málið telst nú upplýst samkvæmt upplýsingum frá Birni Leifssyni, eiganda World Class. Kæran á hendur aðilunum verður líklegast dregin til baka.

Málavextir voru þeir að tveir aðilar á unglingsaldri komu inn í líkamsræktarstöð World Class í fyrrinótt. Eftir nokkra stund fóru þeir á bak við afgreiðsluborð sem er í stöðinni og brutu upp peningaskúffu, sem þeir höfðu á brott. Engir peningar voru í skúffunni.

Atvikið náðist á myndbandsupptökuvélar stöðvarinnar, en vegna þess að hún er opin allan sólarhringinn er myndavélaeftirlit í stöðinni. Morguninn eftir var atvikið kært til lögreglu auk þess sem World Class birti myndir af aðilunum. Það leiddi til þess að þeir skiluðu peningaskúffunni, sem var ónýt. „Ég nenni ekki að elta þessa krakka, þau eru búin að skila því sem þau tóku,“ sagði Björn þegar hann var inntur um stöðu málsins. Björn gerði ráð fyrir því að kæran yrði dregin til baka og frekari eftirmálar yrðu ekki af hans hálfu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×