Innlent

Sex börn látist vegna ofbeldis á síðustu tíu árum

Á síðustu tíu árum hafa sex börn undir tíu ára aldri látist hér á landi vegna ofbeldis og illrar meðferðar. Þetta kemur fram í Fréttatímanum sem kemur út á morgun.

Í frétt blaðsins segir að vímuefnaneysla og alvarlegar geðtruflanir komi þar oft við sögu. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir að þessum tölum sé ekki haldið saman með kerfisbundnum hætti og þær hafi aldrei verið birtar.

Erlendar rannsóknir sýna að yfirleitt séu það líffræðilegir foreldrar sem verða börnunum að bana. Algegnt sé að fáttækt, streita og vímuefnaneysla komi við sögu.

Nánar er fjallað um málið í Fréttatímanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×