Innlent

Myrká til leigu - um er að ræða lífstíðarábúð

VG skrifar
"Hann tók Guðrúnu og setti á bak og settist síðan sjálfur á bak fyrir framan hana. Riðu þau þá svo um hríð, að þau töluðust ekki við. Nú komu þau til Hörgár, og voru að henni skarir háar, en þegar hesturinn steyptist fram af skörinni, lyftist upp hattur djáknans að aftanverðu, og sá Guðrún þá í höfuðkúpuna bera.“

Úr Djáknanum á Myrká.
"Hann tók Guðrúnu og setti á bak og settist síðan sjálfur á bak fyrir framan hana. Riðu þau þá svo um hríð, að þau töluðust ekki við. Nú komu þau til Hörgár, og voru að henni skarir háar, en þegar hesturinn steyptist fram af skörinni, lyftist upp hattur djáknans að aftanverðu, og sá Guðrún þá í höfuðkúpuna bera.“ Úr Djáknanum á Myrká.
Fjármála- og efnahagsráðuneytið auglýsir til ábúðar ríkisjörðina Myrká í Hörgársveit frá 1. júní næstkomandi.

Myrká, sem er ríkisjörð, er talin 1.540 ha að stærð, þar af eru um 1.270 ha rýrt land og gróðursnautt fjalllendi.  Hún er staðsett innarlega í Hörgárdal.  2.200 m2 afgirtur grafreitur er á bæjarhlaðinu.

Á jörðinni er íbúðarhús í þokkalegu ástandi, útihúsin eru hins vegar sæmileg eða léleg.

Ársleigan verður samkvæmt þessu um það bil  760.000, krónur að því gefnu að nýr ábúandi kaupi ekki eignir. Mánaðarleigan verður því rétt rúmar 60 þúsund krónur.

Í auglýsingu ráðuneytisins segir að um er að ræða lífstíðarábúð og að ráðuneytið taki mið af landbúnaðarhagsmunum umsækjenda.

Umsóknarfrestur er til 10. maí næstkomandi.

Þess má geta að frægasta draugasaga Íslendingasagnanna, Djákninn á Myrká, á að hafa átt sér stað á landinu. Hægt er að kynna sér málið hér auk þess sem fleiri lóðir eru auglýstar til leigu á vefnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×