Innlent

Grunaður um að reyna að smygla 300 grömmum af kóki

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fíkniefnahundur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Fíkniefnahundur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Mynd/ Anton Brink.
Rúmlega fertugur karlmaður situr nú í gæsluvarðhald vegna rannsóknar lögreglunnar á Suðurnesjum á tilraun til að smygla nær 300 grömmum af kókaíni til landsins. Tveir karlmenn til viðbótar hafa setið í gæsluvarðhaldi vegna málsins en þeim hefur nú verið sleppt.

Það var í byrjun síðasta mánaðar sem tollgæslan stöðvaði tvo þýska ríkisborgara í Flugstöð Leifs Eiríkssonar vegna gruns um að þeir væru með fíkniefni í farteskinu. Lögregla handtók mennina og reyndist annar þeirra vera með kókaínið innvortis. Rannsókn málsins leiddi í ljós að mennirnir höfðu átt að hitta tiltekinn Íslending og afhenda honum efnin.

Sá síðastnefndi, karlmaður á fimmtugsaldri, var þá handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Hann hefur nú verið látinn laus, eins og áður sagði, og sá Þjóðverjanna sem ekki situr í gæslu sætir farbanni til 3. maí næstkomandi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni er málið á lokastigi rannsóknar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×