Innlent

Fékk notaðan plástur í munninn með brauðbitanum

Jóhannes Stefánsson skrifar
Þarna má sjá plásturinn umrædda með brauðinu.
Þarna má sjá plásturinn umrædda með brauðinu.
Sigurbjörg Pálsdóttir, íbúi í Hveragerði, fékk notaðan plástur upp í sig þegar hún var að borða bananabrauð frá Ekta brauði í gær. Sigurbjörg hafði keypt brauðið fyrr í vikunni í Bónus í Árbæ.

„Hann kom upp í mig, hann var samlitur brauðinu," segir hún um plásturinn. „Það var ekkert sérstaklega spennandi að fá þetta upp í sig," bætir hún svo við.

Sigurbjörg var að sögn margsinnis búin að reyna að ná í framleiðanda brauðsins þegar Vísir náði tali af henni í dag. „Ég vildi bara benda þeim á þetta. Ég vinn sjálf í matvælaiðnaði og við viljum fá að vita um allt svona sem kemur upp á," segir Sigurbjörg.

Ekki náðist í Ekta brauð við vinnslu fréttarinnar, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.