Innlent

Verjendur Barkar og Annþórs ósáttir við rannsókn og viðhorf lögreglu

Verjendur Barkar Birgissonar og Annþórs Kristján Karlssonar, sendu frá sér yfirlýsingu vegna yfirlýsingar lögreglunnar á Selfossi um rannsókn á andláti samfanga Barkar og Annþórs.

Þannig segir í yfirlýsingunni að verjendurnir hafi ekki vitað af umfangi rannsóknar lögreglunnar á Selfossi, sem annaðist málið.

Meðal annars nefna þeir rannsókn á hljóðbærni fangaklefa á Litla-Hrauni, en reistur var sambærilegur klefi í lögregluskólanum og hljóðið kannað.

Einnig voru verkfræðingar fengnir til þess að meta hvort áverkarnir á líkama hins látna hefðu getað verið af mannavöldum.

Þá saka verjendurnir lögregluna um að hafa fyrir löngu myndað sér skoðun um sekt Barkar og Annþórs.

Málið er nú komið inn á borð til ríkissaksóknara og verður ákvörðun tekin á næstu vikum hvort það verði ákært í málinu eða ekki.


Tengdar fréttir

Rannsókn á morði á Litla Hrauni lokið

Rannsókn lögreglunnar á Selfossi á andláti Sigurðar Hólm Sigurðssonar á Litla Hrauni þann 17. maí í fyrra er lokið. Fanginn lést í klefa sínum og grunar lögregluna að honum hafi verið ráðinn bani. Áður hefur verið greint frá því að þar hafi Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson að verki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×