Innlent

Hótaði leigubílstjóra með skærum

Maður var handtekinn á fimmta tímanum í nótt grunaður um greiðslusvik og að hafa hótað leigubílstjóra með skærum. Hann var vistaður í fangageymslu og verður yfirheyrður síðar í dag. Töluvert var um tilkynningar til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt vegna hávaða ög ölvunar í heimahúsum. Fjórir voru teknir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×