Innlent

Jörð skelfur fyrir norðan - fannst vel á Akureyri

Skjálftinn fannst vel á Akureyri
Mynd af vef Veðurstofu Íslands
Nokkrir skjálftar hafa mælst á Norðurlandi nú í kvöld. Sá stærsti 5.4 stig rétt fyrir klukkan eitt rúma 16 kílómetra austur af Grímsey á svokölluðu Tjörnesbelti samkvæmt óyfirförnum frumniðurstöðum Veðurstofu Íslands. Skjálftinn fannst vel á Akureyri samkvæmt upplýsingum frá íbúum þar.

Veðurstofan segir að talsverð eftirskjálftavirkni hafi verið í kjölfarið. Búast megi við að virknin haldi áfram og að fleiri skjálftar finnist. Ekki sé hægt að útiloka að skjálftar að svipaðri stærð komi í kjölfarið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×