Innlent

Komast á leik með Chelsea og Swansea

Á myndinni er Sigmundur að taka við sínu gjafabréfi úr hendi Karls.
Á myndinni er Sigmundur að taka við sínu gjafabréfi úr hendi Karls.
Chelsea klúbburinn afhenti í dag þrjú gjafabréf á leik Chelsea og Swansea í ensku deildinni í knattspyrnu sem leikinn verður 27. eða 28. apríl næstkomandi. Viðtakendur eru tveir skjólstæðingar Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna, þau Sigmundur Bragi Gústafsson og Thelma Hilmarsdóttir, og félagsmaður í Chelsea-klúbbnum og Einstökum börnum, Hnikarr Bjarmi Franklínsson. Einum forráðamanni er boðið með hverju barni.

Chelsea-klúbburinn hefur oft áður boðið skjólstæðingum SKB á leik með félaginu í London en þurfti að gera hlé á því í nokkur ár. Nú hefur hagur klúbbsins vænkast og með aðstoð styrktaraðila, WOW-air og Gamanferða fyrst og fremst, gat hann nú boðið þremur ungmennum ferð til London, skoðunarferð um Stamford Bridge, gistingu á hótelinu við leikvanginn og miða á leikinn.

Karl Hillers, formaður Chelsea-klúbbsins, afhenti Hnikari, Thelmu og Sigmundi, gjafabréfin á skristofu SKB í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×