Innlent

Líkamsárás á skemmtistað

Einn gisti fangaklefa á Akureyri í nótt en sá er grunaður um að hafa ekið ölvaður á ljósastaur í Lækjargötu í bænum um klukkan átta í gærkvöld. Þegar lögregla kom á staðinn var hann kominn út úr bílnum og vildi ekki kannast við hafa ekið á staurinn. Hann var handtekinn grunaður um ölvun við akstur og verður yfirheyrður þegar líður á daginn.

Þá var tilkynnt um líkamsárás á skemmtistað í bænum upp úr klukkan hálf þrjú. Til ryskinga kom á milli tveggja manna, sem endaði með því að tönn brotnaði í öðrum þeirra auk þess sem hann rispaðist töluvert í andliti. Rætt var við ætlaðan geranda og tekin skýrsla af honum á staðnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×