Innlent

Enn skelfur jörð við Grímsey

Enn er nokkur skjálftavirkni undan Norðurlandi. Fjölmargir skjálftar mældust þar í nótt en sá stærsti mældist 2,6. Upptök hans voru þrjátíu sjö kílómetra vestan af Grímsey og á tæplega tólf kílómetra dýpi.

Líkt og fyrri daga hafa flestir skjálftarnir átt sér stað á Grímseyjarbeltinu. Virknin fyrir norðan fer þó hægt og rólega minnkandi að sögn Veðurstofu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×