Innlent

Ógnaði pizzasendli með hnífi

Maður ógnaði pizzasendli með hnífi í Kópavogi í gærkvöldi og hafði á brott með sér farsíma, skiptimynnt og pizzur, sem voru í hitatöskum. Ræninginn er ófundinn og er málið í rannsókn hjá lögreglu.

Um klukkan fimm í nótt var tilkynnt um líkamsárás við veitingastað í miðborginni. Einn var handtekinn grunaður um að hafa sparkað í höfuð á manni. Sá sem fyrir árásinni varð var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Tekin verður skýrsla af árásarmanninum síðar í dag.

Og klukkan tvö í nótt var sextán ára próflaus ökumaður handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Sjö í viðbót voru handteknir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.

Töluvert var um útköll til lögreglu vegna hávaða frá samkvæmum.

Þrír gistu í fangaklefa að eigin ósk, að sögn lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×