Innlent

Átján ára ökumaður reyndist dópaður og án ökuréttinda

Átján ára ökumaður, sem lögreglan stöðvaði við reglubundið eftirlit í Breiðholti seint í gærkvöldi, reyndist vera búinn að missa nýfengin ökuréttindi.

Hann var auk þess undir áhrifum fíkniefna og það sama átti við 17 og 13 ára farþega hans, og við leit fundust fíkniefni á þeim öllum.

Ölvaður ökumaður var svo tekinn úr umferð í Kópavogi í nótt eftir að hafa valdið umferðaróhappi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×