„Dæmalaust að menn séu svona miklir vanvitar“ Höskuldur Kári Schram skrifar 31. mars 2013 12:06 Mynd/Örn Arnarson Mikil hætta skapaðist í sinubruna í miðri sumarhúsabyggð í Hvammi í Skorradal í gærkvöldi. Eldurinn kviknaði út frá flugeldum sem sumarhúsaeigandi skaut upp í óleyfi. Slökkviliðsstjóri Borgarbyggðar segir að maðurinn hafi stofnað lífi fólks á svæðinu í hættu og vill að hann verði ákærður. Allt tiltækt slökkvilið Borgarbyggðar var kallað á svæðið á tíunda tímanum í gær eftir að eldsins varð vart. Eldurinn kom upp í sinu í miðri sumarhúsabyggð og breiddist hratt út. Slökkvistarf gekk hins vegar vel og var búið að slökkva eldinn um klukkan hálf ellefu í gærkvöldi. Bjarni Kristinn Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri Borgarbyggðar, segir að eldurinn hafi kviknað út frá flugeldum. „Það var sumarbústaðaeigandi sem fannst einhver veruleg ástæða til að skemmta sér með flugeldaskothríð sem er náttúrulega þvílíkur dómgreindarskortur. Það var búið að senda út tilkynningu á alla sumarhúsaeigendur þarna að sýna sérstaka aðgát vegna þurrka og veðurfars. Þetta er dæmalaust að menn séu svona miklir vanvitar að gera þetta. Þetta er náttúrulega tilræði við aðra sem eru þarna staddir og eiga allt sitt undir því að ekki fari illa og maður hugsar til þess með hryllingi ef þetta hefði verið örlítið seinna og fólk gengið til náða." Um tvö til þrjú þúsund fermetrar af gróðurlendi urðu eldinum að bráð. Veður var gott á svæðinu þegar eldurinn kom upp og ekki mikill vindur.Mynd/Örn ArnarsonEn telur Bjarni að fólk hafi verið í hættu? „Það hefði getað verið í hættu eins og ég segi. Hefði þetta gerst seinna, einum til tveimur tímum seinna þá getur þú bara sagt þér það sjálfur. Fólk lokast af, það er ekki nema ein leið inn á svæðið. Þetta er í brattlendi. Það er afleggjari inn í hverfið og fólk kemst ekki burt. Það er annað hvort að flýja niður að vatni eða reyna bjarga sér hver sem best getur. Þetta er eins og ég segi tilræði við líf og heilsu fólks og á að meðhöndla sem slíkt." Bjarni á von á því að maðurinn verði ákærður. „Ég vænti þess að sýslumaður birti honum ákæru. Þetta er brot á vopnalögum. Það er bannað að skjóta flugeldum á þessum tíma. Ég reikna með því að við reynum að sækja á hann með bætur og fá hann til að taka þátt í kostnaði. Það er ekki ásættanlegt að það sé verið að sólunda skattpeningum almennings í slökkvistörf sem eru bara fyrir eintóman bölvaðan barnaskap." Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira
Mikil hætta skapaðist í sinubruna í miðri sumarhúsabyggð í Hvammi í Skorradal í gærkvöldi. Eldurinn kviknaði út frá flugeldum sem sumarhúsaeigandi skaut upp í óleyfi. Slökkviliðsstjóri Borgarbyggðar segir að maðurinn hafi stofnað lífi fólks á svæðinu í hættu og vill að hann verði ákærður. Allt tiltækt slökkvilið Borgarbyggðar var kallað á svæðið á tíunda tímanum í gær eftir að eldsins varð vart. Eldurinn kom upp í sinu í miðri sumarhúsabyggð og breiddist hratt út. Slökkvistarf gekk hins vegar vel og var búið að slökkva eldinn um klukkan hálf ellefu í gærkvöldi. Bjarni Kristinn Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri Borgarbyggðar, segir að eldurinn hafi kviknað út frá flugeldum. „Það var sumarbústaðaeigandi sem fannst einhver veruleg ástæða til að skemmta sér með flugeldaskothríð sem er náttúrulega þvílíkur dómgreindarskortur. Það var búið að senda út tilkynningu á alla sumarhúsaeigendur þarna að sýna sérstaka aðgát vegna þurrka og veðurfars. Þetta er dæmalaust að menn séu svona miklir vanvitar að gera þetta. Þetta er náttúrulega tilræði við aðra sem eru þarna staddir og eiga allt sitt undir því að ekki fari illa og maður hugsar til þess með hryllingi ef þetta hefði verið örlítið seinna og fólk gengið til náða." Um tvö til þrjú þúsund fermetrar af gróðurlendi urðu eldinum að bráð. Veður var gott á svæðinu þegar eldurinn kom upp og ekki mikill vindur.Mynd/Örn ArnarsonEn telur Bjarni að fólk hafi verið í hættu? „Það hefði getað verið í hættu eins og ég segi. Hefði þetta gerst seinna, einum til tveimur tímum seinna þá getur þú bara sagt þér það sjálfur. Fólk lokast af, það er ekki nema ein leið inn á svæðið. Þetta er í brattlendi. Það er afleggjari inn í hverfið og fólk kemst ekki burt. Það er annað hvort að flýja niður að vatni eða reyna bjarga sér hver sem best getur. Þetta er eins og ég segi tilræði við líf og heilsu fólks og á að meðhöndla sem slíkt." Bjarni á von á því að maðurinn verði ákærður. „Ég vænti þess að sýslumaður birti honum ákæru. Þetta er brot á vopnalögum. Það er bannað að skjóta flugeldum á þessum tíma. Ég reikna með því að við reynum að sækja á hann með bætur og fá hann til að taka þátt í kostnaði. Það er ekki ásættanlegt að það sé verið að sólunda skattpeningum almennings í slökkvistörf sem eru bara fyrir eintóman bölvaðan barnaskap."
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira