Hefði viljað fara í alfræði Friðrika Benónýsdóttir skrifar 31. mars 2013 20:45 Auður Tinna Aðalbjarnardóttir hefur vakið mikla athygli í Útsvarsliði Reykjavíkur. Mynd/ Pjetur. Auður Tinna Aðalbjarnardóttir hefur vakið mikla athygli í Útsvarsliði Reykjavíkur og virðist vita nánast allt. Hún segist eyða miklum tíma í spurningakeppnir, en hún stundar líka nám í lögfræði, situr í stúdentaráði fyrir Röskvu og svo á hún kærasta og nýtur þess að hitta hann á kvöldin. „Um páskana fer ég alltaf með föðurfjölskyldunni upp í bústað ömmu og afa og við borðum saman lambalæri á laugardagskvöldinu, vöknum svo saman á páskadagsmorgun, förum í páskaeggjaleit og borðum síðan auðvitað páskaeggin. Það er mjög skemmtilegt," segir Auður Tinna Aðalbjarnardóttir spurð um fyrirætlanir sínar um páskahelgina. Auður Tinna hefur verið í sviðsljósinu í vetur vegna þátttöku sinnar í Útsvarsliði Reykvíkinga en hún hefur reyndar tekið meira og minna þátt í spurningakeppnum síðan hún var unglingur. „Ég byrjaði á þessu þegar ég var í tíunda bekk í Hagaskóla, var síðan í Gettu betur liði MH öll þrjú árin sem ég var þar og þetta er annað árið mitt í Útsvari." Hvað veldur þessum ofuráhuga á spurningakeppnum? „Ég hef alltaf verið mjög fróðleiksfús og átt auðvelt með að leggja hluti á minnið. Svo byrjaði ég í þessu og finnst þetta bara óskaplega gaman. Bæði að prófa hvað ég veit og eins að kynnast öllu þessu skemmtilega fólki sem hefur verið með mér í liði. Það hefur skapast alveg ótrúlega skemmtileg stemning í kringum þetta í gegnum tíðina og maður fengið mikið af jákvæðri athygli í kjölfarið. Það er bara allt jákvætt við þetta." Auður Tinna er á öðru ári í lagadeild HÍ, hvað heillaði hana við lögfræðina? „Mér þótti svolítið erfitt að velja eftir menntaskólann. Ég hafði verið á náttúrufræðibraut, málabraut og félagsfræðibraut og ef ég hefði getað valið alfræði hefði hún orðið fyrir valinu, en ég heillaðist af lögfræðinni því það er mjög krefjandi nám auk þess sem ég hef mjög sterka réttlætiskennd og langar að leggja eitthvað af mörkum fyrir samfélagið. Ég lít á lögfræðina sem ákveðið tæki til þess." Þú ert líka á fullu í stúdentapólitíkinni, ætlarðu kannski út í pólitík að námi loknu? „Kjörtímabilið mitt klárast núna í maí reyndar. Þetta hefur verið ágætt en ég hef fundið að pólitík er stundum pínu skrítin. Stúdentaráð er samt að gera frábæra hluti og er nauðsynlegt til að berjast fyrir réttindum nemenda. Kannski var ég bara of ung, nítján ára þegar ég var kosin. Pólitískur ferill heillar mig ekki í dag allavega en kannski á ég eftir að þroskast upp í að geta tæklað þetta betur." Fyrir utan námið, pólitíkina og Útsvar, hvað gerirðu þér til skemmtunar? „Ég eyði stórum hluta af mínum frítíma í spurningakeppnir, pólitík og að þjálfa stelpur í borðtennis og reyndar líka keppnislið MH í Gettu betur, en ástæðan fyrir því að ég geri það er að ég fæ svo mikla gleði út úr því að skipuleggja gott starf og uppskera eins og maður sáir. Auðvitað á ég líka fullt af frábærum vinum sem ég nýt þess að læra með og gera eitthvað skemmtilegt með. Svo á ég líka kærasta sem mér finnst mjög gaman að hitta á kvöldin." Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Auður Tinna Aðalbjarnardóttir hefur vakið mikla athygli í Útsvarsliði Reykjavíkur og virðist vita nánast allt. Hún segist eyða miklum tíma í spurningakeppnir, en hún stundar líka nám í lögfræði, situr í stúdentaráði fyrir Röskvu og svo á hún kærasta og nýtur þess að hitta hann á kvöldin. „Um páskana fer ég alltaf með föðurfjölskyldunni upp í bústað ömmu og afa og við borðum saman lambalæri á laugardagskvöldinu, vöknum svo saman á páskadagsmorgun, förum í páskaeggjaleit og borðum síðan auðvitað páskaeggin. Það er mjög skemmtilegt," segir Auður Tinna Aðalbjarnardóttir spurð um fyrirætlanir sínar um páskahelgina. Auður Tinna hefur verið í sviðsljósinu í vetur vegna þátttöku sinnar í Útsvarsliði Reykvíkinga en hún hefur reyndar tekið meira og minna þátt í spurningakeppnum síðan hún var unglingur. „Ég byrjaði á þessu þegar ég var í tíunda bekk í Hagaskóla, var síðan í Gettu betur liði MH öll þrjú árin sem ég var þar og þetta er annað árið mitt í Útsvari." Hvað veldur þessum ofuráhuga á spurningakeppnum? „Ég hef alltaf verið mjög fróðleiksfús og átt auðvelt með að leggja hluti á minnið. Svo byrjaði ég í þessu og finnst þetta bara óskaplega gaman. Bæði að prófa hvað ég veit og eins að kynnast öllu þessu skemmtilega fólki sem hefur verið með mér í liði. Það hefur skapast alveg ótrúlega skemmtileg stemning í kringum þetta í gegnum tíðina og maður fengið mikið af jákvæðri athygli í kjölfarið. Það er bara allt jákvætt við þetta." Auður Tinna er á öðru ári í lagadeild HÍ, hvað heillaði hana við lögfræðina? „Mér þótti svolítið erfitt að velja eftir menntaskólann. Ég hafði verið á náttúrufræðibraut, málabraut og félagsfræðibraut og ef ég hefði getað valið alfræði hefði hún orðið fyrir valinu, en ég heillaðist af lögfræðinni því það er mjög krefjandi nám auk þess sem ég hef mjög sterka réttlætiskennd og langar að leggja eitthvað af mörkum fyrir samfélagið. Ég lít á lögfræðina sem ákveðið tæki til þess." Þú ert líka á fullu í stúdentapólitíkinni, ætlarðu kannski út í pólitík að námi loknu? „Kjörtímabilið mitt klárast núna í maí reyndar. Þetta hefur verið ágætt en ég hef fundið að pólitík er stundum pínu skrítin. Stúdentaráð er samt að gera frábæra hluti og er nauðsynlegt til að berjast fyrir réttindum nemenda. Kannski var ég bara of ung, nítján ára þegar ég var kosin. Pólitískur ferill heillar mig ekki í dag allavega en kannski á ég eftir að þroskast upp í að geta tæklað þetta betur." Fyrir utan námið, pólitíkina og Útsvar, hvað gerirðu þér til skemmtunar? „Ég eyði stórum hluta af mínum frítíma í spurningakeppnir, pólitík og að þjálfa stelpur í borðtennis og reyndar líka keppnislið MH í Gettu betur, en ástæðan fyrir því að ég geri það er að ég fæ svo mikla gleði út úr því að skipuleggja gott starf og uppskera eins og maður sáir. Auðvitað á ég líka fullt af frábærum vinum sem ég nýt þess að læra með og gera eitthvað skemmtilegt með. Svo á ég líka kærasta sem mér finnst mjög gaman að hitta á kvöldin."
Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira