Innlent

Tuttugu björgunarmenn sóttu slasaðan mann á Esju

Tuttugu björgunarmenn frá Landsbjörgu og sjúkraflutningamenn frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu sóttu síðdegis í gær slasaðan gögnumann á Esju.

Hann hafði hrasað og meiðst á fæti við Þverfellshornið, og þurftu björgunarmenn að bera hann um kílómeters leið niður hlíðina þangað sem fjallajeppi kom til móts við leiðangurinn.

Björgunarsveitarmenn frá Hellu höfðu fyrr um daginn komið tveimur unglingsstúlkum til hjálpar þar sem þær voru í sjálfheldu í hlíðum Þríhyrnings. Þær sakaði ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×