Innlent

Þyrla hellti 22 þúsund lítrum af vatni á sinuelda í Lundareykjadal

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni.
Þyrla Landhelgisgæslunnar fór samtals 22 ferðir með 22 þúsund lítra af vatni til að slökkva mikinn sinueld í landi Grafar í Lundareykjadal, eftir að slökkviliðið í Borgarfirði óskaði eftir aðstoð hennar síðdegis í gær, en þá börðust 30 slökkviliðsmenn við eldinn.

Var farið að óttast að eldurinn kynni að berast inn í Skorradalinn, þar sem talsverður trjágróður er, og aðstæður á jörðu niðri gerði slökkviliðsmönnum erfitt um vik.

Leyfi hafði fengist fyrir afmörkuðum sinubruna á landareigninni, en hann fór úr böndunum og lauk slökkvistarfi ekki fyrr en á níunda tímanum í gærkvöldi.

Fyrr um daginn hafði veið kveikt í sinu í Skorradal, án leyfis, en þar fór eldurinn ekki úr böndunum og loks gekk greiðlega að slökkva sinueld annarsstaðar í Borgarfirði, eftir að slökkvistarfinu lauk í Lundareykjadal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×