Innlent

Guðmundur hafði betur gegn Vinnslustöðinni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Guðmundur Kristjánsson stefndi Vinnslustöðinni og Stillu útgerð vegna sameiningar.
Guðmundur Kristjánsson stefndi Vinnslustöðinni og Stillu útgerð vegna sameiningar. Mynd/ Stefán.
Hæstiréttur hefur ógilt samruna Ufsabergs-útgerðar ehf við Vinnslustöðina, að kröfu Stillu útgerðar ehf. og Guðmundar Kristjánssonar.

Dómurinn hefur ekki verið birtur á vef Hæstaréttar en slíkir dómar eru iðulega birtir klukkan hálffimm síðdegis. Í tilkynningu frá Vinnslustöðinni segir að Hæstiréttur hafi klofnað í afstöðu sinni og þrír dómarar af fimm dæmt að taka bæri kröfuna um ógildingu til greina en tveir dómarar skiluðu sératkvæði. Í héraðsdómi var ekki fallist á dómkröfur Stillu-útgerðar ehf. og Guðmundar Kristjánssonar. Samruni Ufsabergs-útgerðar ehf. og Vinnslustöðvarinnar hf. hefur þegar farið fram.

Talsmenn Vinnslustöðvarinnar segja að farið verði yfir dóminn á næstu dögum með tilliti til þeirra annmarka sem meirihluti Hæstaréttar telji að verið hafi á samþykkt hluthafafundar Vinnslustöðvarinnar um sameiningu haustið 2011. Ákvörðun verður síðan tekin um framhaldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×