Að óbreyttu fá nýútskrifaðir lögreglumenn ekki vinnu Boði Logason skrifar 27. mars 2013 12:15 Mynd tengist frétt ekki beint. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna til hægri. Á annan tug lögreglumanna, sem útskrifuðust úr lögregluskólanum síðustu jól, fær enga vinnu þar sem niðurskurður síðustu ára hefur fækkað störfum verulega. Tuttugu í viðbót útskrifast næstu jól og sjá þeir heldur ekki fram á að fá vinnu við löggæslu. Formaður Landssambands lögreglumanna hefur áhyggjur af ástandinu. Um síðustu jól útskrifuðst 20 lögreglumenn úr lögregluskólanum og eru flestir þeirra atvinnulausir þar sem enga vinnu er að fá. Fimm af þeim hafa verið ráðnir tímabundið úti á landi, til að mynda á Ísafirði og Patreksfirði, en einungis tveir hafa verið fastráðnir. Nýútskrifaðir lögreglumenn sem fréttastofu hefur talað við skilja lítið í þessu og kvarta yfir því að engin svör sé að fá hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu. Einn sagði að svörin væru á þá leið að kannski yrði ráðið í sumar - en tíminn sé naumur því margir eru í annarri vinnu sem þyrfti að segja upp með þriggja mánaða fyrirvara. Til viðbótar eru 20 nemendur við nám í lögregluskólanum sem útskrifast um næstu jól. Um áramótin verða því að minnsta kosti rúmlega þrjátíu nýútskrifaðir lögreglumenn sem ekki fá vinnu. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að skorið hafi verið niður í löggæslu á höfuðborgarsvæðinu um meira en tvo milljarða og það sé megin ástæðan fyrir því að það gangi erfiðlega fyrir lögreglumenn að fá vinnu - bæði á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu myndi gjarnan vilja ráða fleiri lögreglumenn til starfa - en fjárhagsramminn sé settur á Alþingi og hann sé ekki hærri en raun ber vitni. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir að sambandið hafi áhyggjur af þessu ástandi sem hafi verið frá efnahagshruninu árið 2008. Þeir sem útskrifast eigi ekki von á því að fá vinnu. „Að óbreyttri stöðunni, eins og hún er í dag, þá eiga þeir von á því en það eru alltaf að fara út menn sem er að hætta störfum vegna aldurs." Þá segir hann að það sé staðreynd að það vanti lögreglumenn á Íslandi. Frá árinu 2007 hafi lögreglumönnum fækkað um áttatíu og einn. „Sem er ekki lítið, í ekki stærra lögregluliði. Það er hlustað, svo verður spurning um efndir eftir kosningar. Það er sátt um stöðuna, hún er svona, það þarf ekki að vera þrátta neitt um það. Það vantar lögreglumenn og fjármuni í rekstur í lögreglu, til að ráða lögreglumenn - það liggur fyrir. Nú er bara spurning hvernig unnið verður áfram með það, það verður þá væntanlega næsta ríkisstjórn og næstu stjórnvöld, sem þurfa að taka á því."Hvernig verður þetta á næstu árum? Mun lögregluskólinn taka inn 20 nemendur á hverju ári sem þurfa að bíða eftir frekara fjármagni til þess að fá vinnu? „Lögregluskólinn er rekinn sem sér stofnun á fjárlögum og hann heldur áfram. Við viljum ekki lenda í þeirri stöðu sem kom upp hérna árið 2001, þegar þurfti að hraðkeyra tvöfaldan, jafnvel þrefaldan, árgang í gegnum skólann vegna þeirrar vöntunar sem var orðin á lögreglumönnum. Það er ljóst að lögreglumenn munu hætta störfum og fara á eftirlaun. Það þarf að ráða fólk í þeirra stað. Það er sú vöntun sem er vituð fram í tímann," segir hann. „Við höfum líka bent á það að sú staða gæti komið upp eins og árið 2007, þegar allt var í blóma og bullandi uppgangi, að lögreglumenn voru að fara umvörpum úr liðinu í önnur og betur launuð störf. Það er eitthvað sem ég óttast muni gerast þegar við förum að rétta úr kútnum, sem vonandi verður fyrr en seinna eftir þetta blessaða hrun," segir Snorri. Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Semja um vopnahlé Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Á annan tug lögreglumanna, sem útskrifuðust úr lögregluskólanum síðustu jól, fær enga vinnu þar sem niðurskurður síðustu ára hefur fækkað störfum verulega. Tuttugu í viðbót útskrifast næstu jól og sjá þeir heldur ekki fram á að fá vinnu við löggæslu. Formaður Landssambands lögreglumanna hefur áhyggjur af ástandinu. Um síðustu jól útskrifuðst 20 lögreglumenn úr lögregluskólanum og eru flestir þeirra atvinnulausir þar sem enga vinnu er að fá. Fimm af þeim hafa verið ráðnir tímabundið úti á landi, til að mynda á Ísafirði og Patreksfirði, en einungis tveir hafa verið fastráðnir. Nýútskrifaðir lögreglumenn sem fréttastofu hefur talað við skilja lítið í þessu og kvarta yfir því að engin svör sé að fá hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu. Einn sagði að svörin væru á þá leið að kannski yrði ráðið í sumar - en tíminn sé naumur því margir eru í annarri vinnu sem þyrfti að segja upp með þriggja mánaða fyrirvara. Til viðbótar eru 20 nemendur við nám í lögregluskólanum sem útskrifast um næstu jól. Um áramótin verða því að minnsta kosti rúmlega þrjátíu nýútskrifaðir lögreglumenn sem ekki fá vinnu. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að skorið hafi verið niður í löggæslu á höfuðborgarsvæðinu um meira en tvo milljarða og það sé megin ástæðan fyrir því að það gangi erfiðlega fyrir lögreglumenn að fá vinnu - bæði á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu myndi gjarnan vilja ráða fleiri lögreglumenn til starfa - en fjárhagsramminn sé settur á Alþingi og hann sé ekki hærri en raun ber vitni. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir að sambandið hafi áhyggjur af þessu ástandi sem hafi verið frá efnahagshruninu árið 2008. Þeir sem útskrifast eigi ekki von á því að fá vinnu. „Að óbreyttri stöðunni, eins og hún er í dag, þá eiga þeir von á því en það eru alltaf að fara út menn sem er að hætta störfum vegna aldurs." Þá segir hann að það sé staðreynd að það vanti lögreglumenn á Íslandi. Frá árinu 2007 hafi lögreglumönnum fækkað um áttatíu og einn. „Sem er ekki lítið, í ekki stærra lögregluliði. Það er hlustað, svo verður spurning um efndir eftir kosningar. Það er sátt um stöðuna, hún er svona, það þarf ekki að vera þrátta neitt um það. Það vantar lögreglumenn og fjármuni í rekstur í lögreglu, til að ráða lögreglumenn - það liggur fyrir. Nú er bara spurning hvernig unnið verður áfram með það, það verður þá væntanlega næsta ríkisstjórn og næstu stjórnvöld, sem þurfa að taka á því."Hvernig verður þetta á næstu árum? Mun lögregluskólinn taka inn 20 nemendur á hverju ári sem þurfa að bíða eftir frekara fjármagni til þess að fá vinnu? „Lögregluskólinn er rekinn sem sér stofnun á fjárlögum og hann heldur áfram. Við viljum ekki lenda í þeirri stöðu sem kom upp hérna árið 2001, þegar þurfti að hraðkeyra tvöfaldan, jafnvel þrefaldan, árgang í gegnum skólann vegna þeirrar vöntunar sem var orðin á lögreglumönnum. Það er ljóst að lögreglumenn munu hætta störfum og fara á eftirlaun. Það þarf að ráða fólk í þeirra stað. Það er sú vöntun sem er vituð fram í tímann," segir hann. „Við höfum líka bent á það að sú staða gæti komið upp eins og árið 2007, þegar allt var í blóma og bullandi uppgangi, að lögreglumenn voru að fara umvörpum úr liðinu í önnur og betur launuð störf. Það er eitthvað sem ég óttast muni gerast þegar við förum að rétta úr kútnum, sem vonandi verður fyrr en seinna eftir þetta blessaða hrun," segir Snorri.
Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Semja um vopnahlé Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira