Innlent

Gott skíðaveður

Landsmenn geta skellt sér á skíði víðast hvar á landinu í dag ef frá eru taldir íbúar á höfuðborgarsvæðinu.

Opið er í Tungudal á Ísafirði, Böggvisstaðafjalli við Dalvík, í Hlíðarfjalli við Akureyri, Siglufirði, í Tindastól á Sauðárkróki og víðar. Í Bláfjöllum hefur snjóað töluvert og verið er að troða á fullu. Sökum lítils skyggnis hefur það gengið hægt. Enn er óvíst hvort opnað verði í dag en hægt er að fylgjast með tíðindum í Bláfjöllum á Fésbókarsíðu skíðasvæðisins.

Uppfært: Barnasvæðið í Bláfjöllum verður opið frá 11-16 í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×