Leita á frekar til ungmenna 28. mars 2013 12:56 Frá ráðstefnunni. Ráðstefnan Ungt fólk og lýðræði, haldin á Egilsstöðum 20. - 22. mars 2013, skorar á íslensk stjórnvöld, jafnt ríki sem sveitarfélög að leita meira til ungmenna og taka tillit til þeirra skoðana á málefnum samfélagsins, einkum þau sem varða ungmennin sjálf. Bestu málsvarar ungmenna séu ungmennin sjálf. Þetta kemur fram í ályktun ráðstefnunnar Ungt fólk og lýðræði sem haldin var á Egilsstöðum á dögunum. Minnt er á að virk lýðsræðisþátttaka ungmenna snúist um meira en árlegan fund með bæjarstjórn fyrir framan myndavélar. „Hún snýst um samræður og samskipti alla daga ársins. Stjórnvöld verða að hafa ungmenni í huga og með í ráðum þegar þau fjalla um tillögur sínar og að ungmenni séu í stöðu til að hafa áhrif á þau málefni er þau snerta. Í þessu sambandi minnir ráðstefnan sérstaklega á 12. grein Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna um rétt barna og ungmenna til að láta skoðanir sínar í ljós og hafa áhrif á öll mál er þau varða og tekið sé réttmætt tillit til þeirra í samræmi við aldur og þroska. Sérstaklega sé höfð í huga 4. grein sáttmálans sem fjallar um ábyrgð ríkis og sveitarfélaga til að tryggja þau réttindi sem Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna kveður á um. Ráðstefnan bendir einnig á 17. grein um aðgang að upplýsingum sem stuðli að alhliða þroska. Þátttaka í lýðræði og samfélaginu krefst þjálfunar. Enginn einstaklingur stekkur fullmótaður fram á sjónarsviðið. Ráðstefnan hvetur því öll sveitarfélög landsins til að koma á fót ungmennaráðum. Ráðin hafi sömu stöðu og aðrar nefndir sveitarfélaga, til dæmis hvað varðar vald yfir fjármagni. Ráðin séu sýnileg og framboð í þau opin hverju því ungmenni sem áhuga hefur. Ráðstefnan fagnar því að stjórnvöld hafi brugðist jákvætt við áskorun hennar frá því í fyrra og fullgilt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Að sama skapi er mikilvægi þess að fullgildingin fái þá umræðu sem hún verðskuldar ítrekað og stjórnvöld virði þá skuldbindingu sem felst í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Ráðstefnan þakkar Ungmennafélagi Íslands fyrir að standa fyrir ráðstefnu á borð við Ungt fólk og lýðræði. Hún gefur ungu fólki færi á að mynda tengsl, ræða sín viðhorf, koma þeim á framfæri og sanna fyrir því að það geti haft áhrif. Við hvetjum til þess að ráðstefna sem þessi verði haldin á hverju ári og megi aðrir taka UMFÍ sér til fyrirmyndar." Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Semja um vopnahlé Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Sjá meira
Ráðstefnan Ungt fólk og lýðræði, haldin á Egilsstöðum 20. - 22. mars 2013, skorar á íslensk stjórnvöld, jafnt ríki sem sveitarfélög að leita meira til ungmenna og taka tillit til þeirra skoðana á málefnum samfélagsins, einkum þau sem varða ungmennin sjálf. Bestu málsvarar ungmenna séu ungmennin sjálf. Þetta kemur fram í ályktun ráðstefnunnar Ungt fólk og lýðræði sem haldin var á Egilsstöðum á dögunum. Minnt er á að virk lýðsræðisþátttaka ungmenna snúist um meira en árlegan fund með bæjarstjórn fyrir framan myndavélar. „Hún snýst um samræður og samskipti alla daga ársins. Stjórnvöld verða að hafa ungmenni í huga og með í ráðum þegar þau fjalla um tillögur sínar og að ungmenni séu í stöðu til að hafa áhrif á þau málefni er þau snerta. Í þessu sambandi minnir ráðstefnan sérstaklega á 12. grein Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna um rétt barna og ungmenna til að láta skoðanir sínar í ljós og hafa áhrif á öll mál er þau varða og tekið sé réttmætt tillit til þeirra í samræmi við aldur og þroska. Sérstaklega sé höfð í huga 4. grein sáttmálans sem fjallar um ábyrgð ríkis og sveitarfélaga til að tryggja þau réttindi sem Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna kveður á um. Ráðstefnan bendir einnig á 17. grein um aðgang að upplýsingum sem stuðli að alhliða þroska. Þátttaka í lýðræði og samfélaginu krefst þjálfunar. Enginn einstaklingur stekkur fullmótaður fram á sjónarsviðið. Ráðstefnan hvetur því öll sveitarfélög landsins til að koma á fót ungmennaráðum. Ráðin hafi sömu stöðu og aðrar nefndir sveitarfélaga, til dæmis hvað varðar vald yfir fjármagni. Ráðin séu sýnileg og framboð í þau opin hverju því ungmenni sem áhuga hefur. Ráðstefnan fagnar því að stjórnvöld hafi brugðist jákvætt við áskorun hennar frá því í fyrra og fullgilt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Að sama skapi er mikilvægi þess að fullgildingin fái þá umræðu sem hún verðskuldar ítrekað og stjórnvöld virði þá skuldbindingu sem felst í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Ráðstefnan þakkar Ungmennafélagi Íslands fyrir að standa fyrir ráðstefnu á borð við Ungt fólk og lýðræði. Hún gefur ungu fólki færi á að mynda tengsl, ræða sín viðhorf, koma þeim á framfæri og sanna fyrir því að það geti haft áhrif. Við hvetjum til þess að ráðstefna sem þessi verði haldin á hverju ári og megi aðrir taka UMFÍ sér til fyrirmyndar."
Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Semja um vopnahlé Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Sjá meira