Innlent

Júlli í Draumnum kaupir James Bönd

Júlíus Þorbergsson
Júlíus Þorbergsson
Júlíus Þorbergsson, betur þekktur sem Júlli í Draumnum, hefur fest kaup á myndbandaleigunni og söluturninum James Bönd í Skipholti.

„Djöfullinn maður. Maður má ekki gera neitt. Það bara fréttist allt. Hvað viltu vita næst, í hvernig buxum ég er?" segir Júlli í viðtali við Fréttatímann í dag. Júlli keypti James Bönd ásamt syni sínum og segist aðallega vera að hlaupa undir bagga með stráknum sínum.

„Það kemur þó fyrir að maður slær puttunum þarna inn."

Júlli var borinn út úr Draumnum þann 28. janúar samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Reykajvíkur.

„Þeir eru að bera mig út úr mínu eigin húsnæði, ég á þetta skuldlaust," sagði Júlli við það tilefni. Draumurinn var rekinn í tæp 25 ár á Rauðarárstígi við mismikinn fögnuð íbúa í nágrenninu.

Hæstiréttur staðfesti í lok september síðastliðnum eins árs fangelsisdóm yfir Júlíusi fyrir að selja lyfseðilsskyld lyf út úr Draumnum. Júlíus hefur ekki setið inni neinn hluta dómsins enn sem komið er.

„Ég veit ekki alveg hvernig þetta verður," sagði Júlíus í viðtali við Fréttablaðið í janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×