Innlent

Skjálftavirkni við Geysi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Geysir í Haukadal.
Geysir í Haukadal.
Nokkur skjálftavirkni hefur verið við Geysi í Haukadal í dag. Stærsti skjálftinn sem mældist var 3,7 stig samkvæmt óyfirförnum niðurstöðum Veðurstofunnar. Það var um tuttugu mínútur yfir fimm. Fáeinum mínútum seinna mældist skjálfti upp á 3,2 stig. Einnig hafa minni skjálftar mælst. Veðurstofan segir að von sé á tilkynningu vegna skjálftanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×