Innlent

Verður að rífa spennuvirki á Hólmsheiði

Gissur Sigurðsson skrifar
Það verður að rífa stóra spennuvirki Landsnets á Hólmsheiði og reisa nýtt annarsstaðar, ef flugvöllur verður lagður á Hólmsheiði. Framkvæmdin við það myndi kosta nokkra milljarða króna.

Alþjóðaflugmálastofnunin ICAO setur staðla um, í hversu mikilli fjarlægð spennivirki verða að vera frá flugvöllum til að rafhrif frá þeim trufli ekki flugleiðsögutæki við vellina og er spennivirki Landsnets of nálægt flugvallarstæðinu samkvæmt þeim stöðlum, samkvæmt heimildum fréttastofu.

Þórður Guðmundsson forstjóri Landsnets segir að það myndi kosta nokkra milljarða króna að reisa nýtt spennuvirki, en frá því er rafmagni dreift til álversins í Straumsvík og á höfuðborgarsvæðið. Ef til kæmi yrði virkið líklega flutt upp á Sandskeið, ef tilskilin leyfi fengjust fyrir því. Gögn um veðurfarsathuganir á Hólmsheiði verða kynnt í umhverfis- og skipulagsráði borgarinnar í dag og í borgarráði í morgun. Helstu niðurstöður eru meðal annars að oftar sé hætta á súld eða þoku þar en á Reykjavíkurflugvelli, vindur og úrkoma séu meiri á Hólmsheiðinni og skyggni oftar verra..Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.