Hanna Rún: Honum finnst Íslendingar blíðir og rosalega kurteisir 5. mars 2013 19:45 "Heilsan er miklu betri. Bara nokkrir dagar eftir á sýklalyfinu og þá ætti allt að vera orðið gott. Sárin eru að klára að gróa, vika í viðbót og þá ætti þetta allra allra stærsta að vera orðið alveg lokað en ég er samt farin að gera allt eins og ég gerði vanalega, nema dansa," segir Hanna Rún Óladóttir, 22 ára, dansari með meiru spurð hvernig henni líður eftir að hún fékk slæma húðsýkingu á dögunum og hræðilegar kvalir í kjölfarið. Þá spurðum við Hönnu Rún einnig um ferðlag hennar og rússneska kærastans Nikita Bazev, 25 ára, sem tekur meðal annars þátt í sjónvarpsþættinum Dancing with the stars.Hvað er framundan hjá þér og Nikita? "Það er Þýskaland í tvo mánuði. Miklar æfingar, keppnir og sýningar og kennsla út í eitt. við verðum að ferðast mikið á meðan við verðum úti. Svo komum við heim daginn fyrir bikarmeistaramót og keppum á því en förum svo strax aftur út til að keppa á öðru móti úti. Þetta ár verður rosalega strembið, mikið um sýningar, keppnir og kennsla út um allan heim."Hvernig verður dagskráin ykkar í Þýskalandi? "Úff það er rosalega mikið framundan. Ég byrja á því að fara út og við förum að æfa á fullu svo er hann að æfa sex tíma á dag með dömunni sem hann mun dansa við í keppninni Dancing with the stars," segir Hanna Rún og heldur áfram:"Svo förum við í einkatíma fyrstu vikuna og svo förum við í æfingabúðir til Danmerkur í nokkra daga. Keppum á Ítalíu og fimm öðrum löndum sem ég man ekki nákvæmlega hver eru. Svo förum við til Portúgal að sýna og verðum þar í þrjá daga en við verðum að kenna þar líka. Svo um helgar þá verða keppnirnar í Dancing with the stars í beinni útsendingu og þá fæ ég að slaka á sem áhorfandi á meðan Nikita púlar þannig að þetta verður bara kennsla, æfingar, sýningar og keppnir út í eitt. En svo að sjálfsögðu verður gert eitthvað inn á milli eins og til dæmis þá förum við og horfum á Swan lake ballet og ýmislegt annað."Hvernig líkar Nikita við Ísland? "Hann er að fíla Ísland í botn. Hann kann rosalega vel við Íslendingana sjálfa. Hann sagði að þeir væru svo opnir og blíðir, rosalega kurteisir og allir kæmu rosalega vel fram við hann. Honum finnst landið okkar fallegt og segist ekkert geta sett út á það nema kannski hvað það eru margar hraðahindranir," segir Hanna Rún og hlær.Hanna Rún og Nikita eru yfir sig ástfangin.Nikita er rómantískur. Hann gleður Hönnu Rún oftar en ekki með fallegum rósum.Dansarar í heimsklassa. Tengdar fréttir Hanna Rún: Þetta var algjör martröð "Kvalirnar voru svo miklar sem læknarnir sáu virkilega hvað þetta var alvarlegt því húðin mín hafði sprungið af þrýstingi. Ég græt vanalega aldrei en ég verð að viðurkenna það að tárin fengu sko að leka þarna. Þeir þurftu að klippa húðina og bora skærum inn í gat á húðinni en það var ekki hægt að deifa mig því þetta var komið svo djúpt og þrýstingurinn orðinn svo mikill. Þetta var algjör martröð." 26. febrúar 2013 13:45 Rússinn gaf Hönnu Rún 50 rósir Dansarinn Hanna Rún Óladóttir, 22 ára, fékk hvorki meira né minna en fimmtíu rósir í dag, konudaginn, frá rússneska kærastanum sínum og dansfélaga, dansaranum, Nikita Bazev, 25 ára. Meðfylgjandi mynd birti hún á Facebooksíðunni sinni í dag himinlifandi yfir blómunum. 24. febrúar 2013 21:30 Hanna Rún dansari komin á fast Hanna Rún og Nikita sem gerðu sér lítið fyrir og sigruðu á Íslandsmeistaramótinu í suðuramerískum dönsum í Laugardalshöllinn í janúar eru byrjuð saman. Hanna staðfesti orðróminn þegar Lífið hafði samband við hana með svarinu:" Já við erum par." 20. febrúar 2013 19:15 Mest lesið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Fleiri fréttir Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sjá meira
"Heilsan er miklu betri. Bara nokkrir dagar eftir á sýklalyfinu og þá ætti allt að vera orðið gott. Sárin eru að klára að gróa, vika í viðbót og þá ætti þetta allra allra stærsta að vera orðið alveg lokað en ég er samt farin að gera allt eins og ég gerði vanalega, nema dansa," segir Hanna Rún Óladóttir, 22 ára, dansari með meiru spurð hvernig henni líður eftir að hún fékk slæma húðsýkingu á dögunum og hræðilegar kvalir í kjölfarið. Þá spurðum við Hönnu Rún einnig um ferðlag hennar og rússneska kærastans Nikita Bazev, 25 ára, sem tekur meðal annars þátt í sjónvarpsþættinum Dancing with the stars.Hvað er framundan hjá þér og Nikita? "Það er Þýskaland í tvo mánuði. Miklar æfingar, keppnir og sýningar og kennsla út í eitt. við verðum að ferðast mikið á meðan við verðum úti. Svo komum við heim daginn fyrir bikarmeistaramót og keppum á því en förum svo strax aftur út til að keppa á öðru móti úti. Þetta ár verður rosalega strembið, mikið um sýningar, keppnir og kennsla út um allan heim."Hvernig verður dagskráin ykkar í Þýskalandi? "Úff það er rosalega mikið framundan. Ég byrja á því að fara út og við förum að æfa á fullu svo er hann að æfa sex tíma á dag með dömunni sem hann mun dansa við í keppninni Dancing with the stars," segir Hanna Rún og heldur áfram:"Svo förum við í einkatíma fyrstu vikuna og svo förum við í æfingabúðir til Danmerkur í nokkra daga. Keppum á Ítalíu og fimm öðrum löndum sem ég man ekki nákvæmlega hver eru. Svo förum við til Portúgal að sýna og verðum þar í þrjá daga en við verðum að kenna þar líka. Svo um helgar þá verða keppnirnar í Dancing with the stars í beinni útsendingu og þá fæ ég að slaka á sem áhorfandi á meðan Nikita púlar þannig að þetta verður bara kennsla, æfingar, sýningar og keppnir út í eitt. En svo að sjálfsögðu verður gert eitthvað inn á milli eins og til dæmis þá förum við og horfum á Swan lake ballet og ýmislegt annað."Hvernig líkar Nikita við Ísland? "Hann er að fíla Ísland í botn. Hann kann rosalega vel við Íslendingana sjálfa. Hann sagði að þeir væru svo opnir og blíðir, rosalega kurteisir og allir kæmu rosalega vel fram við hann. Honum finnst landið okkar fallegt og segist ekkert geta sett út á það nema kannski hvað það eru margar hraðahindranir," segir Hanna Rún og hlær.Hanna Rún og Nikita eru yfir sig ástfangin.Nikita er rómantískur. Hann gleður Hönnu Rún oftar en ekki með fallegum rósum.Dansarar í heimsklassa.
Tengdar fréttir Hanna Rún: Þetta var algjör martröð "Kvalirnar voru svo miklar sem læknarnir sáu virkilega hvað þetta var alvarlegt því húðin mín hafði sprungið af þrýstingi. Ég græt vanalega aldrei en ég verð að viðurkenna það að tárin fengu sko að leka þarna. Þeir þurftu að klippa húðina og bora skærum inn í gat á húðinni en það var ekki hægt að deifa mig því þetta var komið svo djúpt og þrýstingurinn orðinn svo mikill. Þetta var algjör martröð." 26. febrúar 2013 13:45 Rússinn gaf Hönnu Rún 50 rósir Dansarinn Hanna Rún Óladóttir, 22 ára, fékk hvorki meira né minna en fimmtíu rósir í dag, konudaginn, frá rússneska kærastanum sínum og dansfélaga, dansaranum, Nikita Bazev, 25 ára. Meðfylgjandi mynd birti hún á Facebooksíðunni sinni í dag himinlifandi yfir blómunum. 24. febrúar 2013 21:30 Hanna Rún dansari komin á fast Hanna Rún og Nikita sem gerðu sér lítið fyrir og sigruðu á Íslandsmeistaramótinu í suðuramerískum dönsum í Laugardalshöllinn í janúar eru byrjuð saman. Hanna staðfesti orðróminn þegar Lífið hafði samband við hana með svarinu:" Já við erum par." 20. febrúar 2013 19:15 Mest lesið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Fleiri fréttir Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sjá meira
Hanna Rún: Þetta var algjör martröð "Kvalirnar voru svo miklar sem læknarnir sáu virkilega hvað þetta var alvarlegt því húðin mín hafði sprungið af þrýstingi. Ég græt vanalega aldrei en ég verð að viðurkenna það að tárin fengu sko að leka þarna. Þeir þurftu að klippa húðina og bora skærum inn í gat á húðinni en það var ekki hægt að deifa mig því þetta var komið svo djúpt og þrýstingurinn orðinn svo mikill. Þetta var algjör martröð." 26. febrúar 2013 13:45
Rússinn gaf Hönnu Rún 50 rósir Dansarinn Hanna Rún Óladóttir, 22 ára, fékk hvorki meira né minna en fimmtíu rósir í dag, konudaginn, frá rússneska kærastanum sínum og dansfélaga, dansaranum, Nikita Bazev, 25 ára. Meðfylgjandi mynd birti hún á Facebooksíðunni sinni í dag himinlifandi yfir blómunum. 24. febrúar 2013 21:30
Hanna Rún dansari komin á fast Hanna Rún og Nikita sem gerðu sér lítið fyrir og sigruðu á Íslandsmeistaramótinu í suðuramerískum dönsum í Laugardalshöllinn í janúar eru byrjuð saman. Hanna staðfesti orðróminn þegar Lífið hafði samband við hana með svarinu:" Já við erum par." 20. febrúar 2013 19:15