Innlent

Þorvaldur Þorsteinsson látinn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þorvaldur Þorsteinsson myndlistamaður og rithöfundur.
Þorvaldur Þorsteinsson myndlistamaður og rithöfundur.
Þorvaldur Þorsteinsson, myndlistarmaður og rithöfundur, lést laugardaginn 23. febrúar í borginni Antwerpen í Belgíu. Þorvaldur fæddist 7. nóvember árið 1960 á Akureyri og var því 52 ára gamall. Þorvaldur lætur eftir sig eiginkonu, Helenu Jónsdóttur, tvö fósturbörn og tvö afabörn.

Þorvaldur hélt fjölda einkasýninga á Íslandi og í Evrópu og tók þátt í fjölda sýninga með örðum. Hann sinnti myndlistarkennslu um árabil. Þorvaldur var líka virkur rithöfundur, en þekktustu bækur hans eru barnabókin Skilaboðaskjóðan og sögurnar um Blíðfinn sem hafa komið út í þýðingu víða í Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×