Innlent

Ræningi í gæsluvarðhald

Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 22. mars eftir að hann játaði að hafa fram tvö rán í vesturbæ Reykjavíkur um helgina. Í tilkynningu frá lögreglu segir að almannahagsmunir séu í húfi og því skuli hann sæta gæsluvarðhaldi.

Fyrra ránið átti sér stað á föstudagskvöld, en það seinna á laugardag. Maðurinn, sem var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald, hefur áður komið við sögu hjá lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×