Bréf hjúkrunarfræðings: Fjórum mannslífum bjargað á einni nóttu 10. febrúar 2013 10:50 Myndin er úr safni Erla Björk Birgisdóttir, skurðhjúkrunarfræðingur á Landspítalanum við Hringbraut, sendi á miðnætti fjölmiðlum bréf þar sem hún segir frá atburðum aðfaranótt laugardags. Fjórum mannslífum hafi verið bjargað þessa nótt. Hún segist vera mjög hugsi yfir því í ljósi þess að fjöldi hjúkrunarfræðinga hefur sagt upp störfum. Í bréfinu segist hún hafa verið mætt í vinnuna klukkan 7:30 á föstudagsmorgun og hafi dagurinn litið mjög vel út. „Til stóð að skera í burtu tvær ónýtar gallblöðrur og þykir það nú ekki mikið." Fyrri gallblaðran hafi verið frekar erfið svo hafi teygst aðeins á deginum. Klukkan 14 hafi báðar gallblöðrurnar verið fjarlægðar og hafi starfsmenn þá komist í mat. „Þá var að vísu búið að loka matsalnum en að venju vorum við við öllu búnar - vel nestaðar. Þetta þykir nú ekki mikið og alvanalegt á Landspítalanum," skrifar hún. Klukkan 16 hafi hún farið heim til barnanna sinna þriggja. „Upp úr klukkan átta var litla eins árs dóttir mín sofnuð og ég sat ásamt tveimur eldri börnunum mínum og horfði á bíómynd þegar vaktsíminn hringir." Þar er henni tjáð að maður sem hafi verið í blöðruhálskirtilsaðgerð sé blæðandi og hjúkrunarfræðingarnir verði að mæta. „Ég bruna af stað og segi manninum mínum að ég verði nú ekki lengi - þetta taki í mesta lagi 2 tíma." „Aðgerðin hans tók lengri tíma en áætlað var og þegar hún var langt komin fengum við tilkynningu um tvær mjög bráðar aðgerðir og eina sem ekki var eins rosalega bráð. Í fyrsta lagi var um að ræða 2ja ára barn sem hafði andað að sér poppbaun og var komið í mikla andnauð. Poppbaunina skyldi sækja með berkjuspeglunartæki inni á skurðstofu 3. Mikið lá á að hefjast handa sem allra fyrst," segir hún. Í öðru lagi hafi 36 ára gömul þriggja barna móðir fengið „massíft" hjartaáfall sem þurfti að opna í hjartaaðgerð. „Í þriðja lagi var svo annar herramaður blæðandi - í þetta skiptið eftir aðgerð sem gerð var á honum fyrr um daginn til að fjarlægja æxli úr blöðru. Aðgerðunum var forgangsraðað - barnið og unga konan voru fyrst á dagskrá." „Aðgerðir næturinnar tóku enda klukkan að ganga 6 í morgun og hafði þá 4 mannslífum verið bjargað. Af fjórum skurðhjúkrunarfræðingum sem stóðu vaktina í nótt eru þrjár að hætta og ein er komin á eftirlaunaaldur. Allir þrír svæfingahjúkrunarfræðingarnir sem unnu með okkur í nótt hafa sagt upp og hætta 1. mars. Unga konan með stóra hjartaáfallið hefði ekki lifað af að vera send erlendis í hjartaaðgerð. Það er ég alveg viss um. Þá hefðu 3 börn misst móður sína. Ég veit ekki með barnið og mennina með blæðinguna, kannski verður áfram hægt að hjálpa fólki með svona "minniháttar" vandamál…"Bréf Erlu Bjarka má lesa hér í heild sinni hér fyrir neðan. Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Erla Björk Birgisdóttir, skurðhjúkrunarfræðingur á Landspítalanum við Hringbraut, sendi á miðnætti fjölmiðlum bréf þar sem hún segir frá atburðum aðfaranótt laugardags. Fjórum mannslífum hafi verið bjargað þessa nótt. Hún segist vera mjög hugsi yfir því í ljósi þess að fjöldi hjúkrunarfræðinga hefur sagt upp störfum. Í bréfinu segist hún hafa verið mætt í vinnuna klukkan 7:30 á föstudagsmorgun og hafi dagurinn litið mjög vel út. „Til stóð að skera í burtu tvær ónýtar gallblöðrur og þykir það nú ekki mikið." Fyrri gallblaðran hafi verið frekar erfið svo hafi teygst aðeins á deginum. Klukkan 14 hafi báðar gallblöðrurnar verið fjarlægðar og hafi starfsmenn þá komist í mat. „Þá var að vísu búið að loka matsalnum en að venju vorum við við öllu búnar - vel nestaðar. Þetta þykir nú ekki mikið og alvanalegt á Landspítalanum," skrifar hún. Klukkan 16 hafi hún farið heim til barnanna sinna þriggja. „Upp úr klukkan átta var litla eins árs dóttir mín sofnuð og ég sat ásamt tveimur eldri börnunum mínum og horfði á bíómynd þegar vaktsíminn hringir." Þar er henni tjáð að maður sem hafi verið í blöðruhálskirtilsaðgerð sé blæðandi og hjúkrunarfræðingarnir verði að mæta. „Ég bruna af stað og segi manninum mínum að ég verði nú ekki lengi - þetta taki í mesta lagi 2 tíma." „Aðgerðin hans tók lengri tíma en áætlað var og þegar hún var langt komin fengum við tilkynningu um tvær mjög bráðar aðgerðir og eina sem ekki var eins rosalega bráð. Í fyrsta lagi var um að ræða 2ja ára barn sem hafði andað að sér poppbaun og var komið í mikla andnauð. Poppbaunina skyldi sækja með berkjuspeglunartæki inni á skurðstofu 3. Mikið lá á að hefjast handa sem allra fyrst," segir hún. Í öðru lagi hafi 36 ára gömul þriggja barna móðir fengið „massíft" hjartaáfall sem þurfti að opna í hjartaaðgerð. „Í þriðja lagi var svo annar herramaður blæðandi - í þetta skiptið eftir aðgerð sem gerð var á honum fyrr um daginn til að fjarlægja æxli úr blöðru. Aðgerðunum var forgangsraðað - barnið og unga konan voru fyrst á dagskrá." „Aðgerðir næturinnar tóku enda klukkan að ganga 6 í morgun og hafði þá 4 mannslífum verið bjargað. Af fjórum skurðhjúkrunarfræðingum sem stóðu vaktina í nótt eru þrjár að hætta og ein er komin á eftirlaunaaldur. Allir þrír svæfingahjúkrunarfræðingarnir sem unnu með okkur í nótt hafa sagt upp og hætta 1. mars. Unga konan með stóra hjartaáfallið hefði ekki lifað af að vera send erlendis í hjartaaðgerð. Það er ég alveg viss um. Þá hefðu 3 börn misst móður sína. Ég veit ekki með barnið og mennina með blæðinguna, kannski verður áfram hægt að hjálpa fólki með svona "minniháttar" vandamál…"Bréf Erlu Bjarka má lesa hér í heild sinni hér fyrir neðan.
Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira