Bréf hjúkrunarfræðings: Fjórum mannslífum bjargað á einni nóttu 10. febrúar 2013 10:50 Myndin er úr safni Erla Björk Birgisdóttir, skurðhjúkrunarfræðingur á Landspítalanum við Hringbraut, sendi á miðnætti fjölmiðlum bréf þar sem hún segir frá atburðum aðfaranótt laugardags. Fjórum mannslífum hafi verið bjargað þessa nótt. Hún segist vera mjög hugsi yfir því í ljósi þess að fjöldi hjúkrunarfræðinga hefur sagt upp störfum. Í bréfinu segist hún hafa verið mætt í vinnuna klukkan 7:30 á föstudagsmorgun og hafi dagurinn litið mjög vel út. „Til stóð að skera í burtu tvær ónýtar gallblöðrur og þykir það nú ekki mikið." Fyrri gallblaðran hafi verið frekar erfið svo hafi teygst aðeins á deginum. Klukkan 14 hafi báðar gallblöðrurnar verið fjarlægðar og hafi starfsmenn þá komist í mat. „Þá var að vísu búið að loka matsalnum en að venju vorum við við öllu búnar - vel nestaðar. Þetta þykir nú ekki mikið og alvanalegt á Landspítalanum," skrifar hún. Klukkan 16 hafi hún farið heim til barnanna sinna þriggja. „Upp úr klukkan átta var litla eins árs dóttir mín sofnuð og ég sat ásamt tveimur eldri börnunum mínum og horfði á bíómynd þegar vaktsíminn hringir." Þar er henni tjáð að maður sem hafi verið í blöðruhálskirtilsaðgerð sé blæðandi og hjúkrunarfræðingarnir verði að mæta. „Ég bruna af stað og segi manninum mínum að ég verði nú ekki lengi - þetta taki í mesta lagi 2 tíma." „Aðgerðin hans tók lengri tíma en áætlað var og þegar hún var langt komin fengum við tilkynningu um tvær mjög bráðar aðgerðir og eina sem ekki var eins rosalega bráð. Í fyrsta lagi var um að ræða 2ja ára barn sem hafði andað að sér poppbaun og var komið í mikla andnauð. Poppbaunina skyldi sækja með berkjuspeglunartæki inni á skurðstofu 3. Mikið lá á að hefjast handa sem allra fyrst," segir hún. Í öðru lagi hafi 36 ára gömul þriggja barna móðir fengið „massíft" hjartaáfall sem þurfti að opna í hjartaaðgerð. „Í þriðja lagi var svo annar herramaður blæðandi - í þetta skiptið eftir aðgerð sem gerð var á honum fyrr um daginn til að fjarlægja æxli úr blöðru. Aðgerðunum var forgangsraðað - barnið og unga konan voru fyrst á dagskrá." „Aðgerðir næturinnar tóku enda klukkan að ganga 6 í morgun og hafði þá 4 mannslífum verið bjargað. Af fjórum skurðhjúkrunarfræðingum sem stóðu vaktina í nótt eru þrjár að hætta og ein er komin á eftirlaunaaldur. Allir þrír svæfingahjúkrunarfræðingarnir sem unnu með okkur í nótt hafa sagt upp og hætta 1. mars. Unga konan með stóra hjartaáfallið hefði ekki lifað af að vera send erlendis í hjartaaðgerð. Það er ég alveg viss um. Þá hefðu 3 börn misst móður sína. Ég veit ekki með barnið og mennina með blæðinguna, kannski verður áfram hægt að hjálpa fólki með svona "minniháttar" vandamál…"Bréf Erlu Bjarka má lesa hér í heild sinni hér fyrir neðan. Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Erla Björk Birgisdóttir, skurðhjúkrunarfræðingur á Landspítalanum við Hringbraut, sendi á miðnætti fjölmiðlum bréf þar sem hún segir frá atburðum aðfaranótt laugardags. Fjórum mannslífum hafi verið bjargað þessa nótt. Hún segist vera mjög hugsi yfir því í ljósi þess að fjöldi hjúkrunarfræðinga hefur sagt upp störfum. Í bréfinu segist hún hafa verið mætt í vinnuna klukkan 7:30 á föstudagsmorgun og hafi dagurinn litið mjög vel út. „Til stóð að skera í burtu tvær ónýtar gallblöðrur og þykir það nú ekki mikið." Fyrri gallblaðran hafi verið frekar erfið svo hafi teygst aðeins á deginum. Klukkan 14 hafi báðar gallblöðrurnar verið fjarlægðar og hafi starfsmenn þá komist í mat. „Þá var að vísu búið að loka matsalnum en að venju vorum við við öllu búnar - vel nestaðar. Þetta þykir nú ekki mikið og alvanalegt á Landspítalanum," skrifar hún. Klukkan 16 hafi hún farið heim til barnanna sinna þriggja. „Upp úr klukkan átta var litla eins árs dóttir mín sofnuð og ég sat ásamt tveimur eldri börnunum mínum og horfði á bíómynd þegar vaktsíminn hringir." Þar er henni tjáð að maður sem hafi verið í blöðruhálskirtilsaðgerð sé blæðandi og hjúkrunarfræðingarnir verði að mæta. „Ég bruna af stað og segi manninum mínum að ég verði nú ekki lengi - þetta taki í mesta lagi 2 tíma." „Aðgerðin hans tók lengri tíma en áætlað var og þegar hún var langt komin fengum við tilkynningu um tvær mjög bráðar aðgerðir og eina sem ekki var eins rosalega bráð. Í fyrsta lagi var um að ræða 2ja ára barn sem hafði andað að sér poppbaun og var komið í mikla andnauð. Poppbaunina skyldi sækja með berkjuspeglunartæki inni á skurðstofu 3. Mikið lá á að hefjast handa sem allra fyrst," segir hún. Í öðru lagi hafi 36 ára gömul þriggja barna móðir fengið „massíft" hjartaáfall sem þurfti að opna í hjartaaðgerð. „Í þriðja lagi var svo annar herramaður blæðandi - í þetta skiptið eftir aðgerð sem gerð var á honum fyrr um daginn til að fjarlægja æxli úr blöðru. Aðgerðunum var forgangsraðað - barnið og unga konan voru fyrst á dagskrá." „Aðgerðir næturinnar tóku enda klukkan að ganga 6 í morgun og hafði þá 4 mannslífum verið bjargað. Af fjórum skurðhjúkrunarfræðingum sem stóðu vaktina í nótt eru þrjár að hætta og ein er komin á eftirlaunaaldur. Allir þrír svæfingahjúkrunarfræðingarnir sem unnu með okkur í nótt hafa sagt upp og hætta 1. mars. Unga konan með stóra hjartaáfallið hefði ekki lifað af að vera send erlendis í hjartaaðgerð. Það er ég alveg viss um. Þá hefðu 3 börn misst móður sína. Ég veit ekki með barnið og mennina með blæðinguna, kannski verður áfram hægt að hjálpa fólki með svona "minniháttar" vandamál…"Bréf Erlu Bjarka má lesa hér í heild sinni hér fyrir neðan.
Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira