Handbolti

Markvarðaþjálfarinn sagði Foster til

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Ben Foster var hetja West Brom í 2-0 sigri liðsins gegn Liverpool á Anfield í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

„Dean Kiely, markvarðaþjálfari okkar, rannsakar vítaspyrnur og sagði mér að líta til vinstri. Ég hafði það í huga og með því að treysta aðeins innsæi mínu ákvað ég að fara til vinstri og náði ég verja vítið," sagði Foster eftir leikinn í kvöld.

Þetta var fyrsti sigur West Brom í deildarleik á þessu ári og Foster vonast til þess að útlitið sé bjartara nú.

„Ég vona að þetta verði vendipunkturinn á tímabilinu okkar. Við erum nú með 36 stig og því óðum að nálgast 40 stigin sem maður þarf til að geta leyft sér að líða vel."

„Við hefðum verið sáttir við það fyrir tímabilið ef einhver hefði sagt þá að við myndum vera fyrir ofan Liverpool í byrjun febrúar."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×