Betur fór en á horfðist þegar íbúð í fjölbýlishúsi í Grafarvogi í Reykjavík fylltist af reyk í gærkvöldi. Þar hafði pottur gleymst á eldavél með þessum afleiðingum, en eldur hafði ekki náð að kvikna.
Slökkviliðsmenn slógu botn í eldamenneskuna, reykræstu íbúðina
og varð engum meint af.

