Innlent

Eldur laus í strætisvagni í Salahverfi í Kópavogi

Eldur kom upp í strætisvagni þegar hann var á ferð um Salahverfi í Kópavogi laust fyrir klukkan sjö í morgun.

Vagnstjórinn kallaði á slökkvilið og tókst að halda eldinum í skefjum með handslökkvitæki á meða beðið var eftir liðinu.

Tveir reykkafarar voru sendir inn í vagninn og rifu þeir klæðningu til að komast að eldi og glæðum.

Ekki liggur fyrir hvort einhver farþegi var kominn inn í vagninn þegar þetta gerðist, en vitað er að engan sakaði.

Beitt var vatni og kvoðu við að slökkva eldinn og þurfti að hreinsa og hálkuverja vettvang, að slökkvistafi loknu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×