"Í takt við það sem ég finn alls staðar" Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. febrúar 2013 12:15 Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir niðurstöðu úr skoðanakönnun MMR ekki koma sér á óvart. Um 63% Íslendinga eru andvígir því að Ísland gangi í Evrópusambandið samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR. „Þetta er mjög í takt við það sem ég finn alls staðar þar sem ég kem. Það styrkir mig í þeirri trú að þessi vegferð nýtur ekki stuðnings íslensku þjóðarinnar," segir Ragnheiður Elín Árnadóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Ragnheiður Elín á sæti í utanríkisnefnd en meirihluti hennar lagði fram þingsályktunartillögu fyrri hluta janúar þess efnis að gera hlé á aðildarviðræðum. Þær skyldu ekki hefja að nýju fyrr en þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhaldandi aðdilarviðræður færu fram. „En þá var gripið til þess ráðs af hálfu Vinstri grænna að kippa Jóni Bjarnasyni út af því hann var ekki nógu þægur," segir Ragnheiður. Ekki sé lengur meirihluti fyrir málinu í nefndinni eftir mannaskiptin. Hún reiknar þó með því að þeir þingmenn sem stóðu að tillögunni leggi hana fram í sameiningu á þinginu. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins fer fram aðra helgi. Ragnheiður Elín segir að sú stefna að gera hlé á aðildarviðræðum og láta þjóðina kjósa sé áréttuð í drögum sem liggi fyrir fundinum. „Ég myndi vilja sjá hvort sú stefna yrði ekki ofan á á þeim landsfundi áður en ég færi af stað með þá tillögu (fyrir þingið)," segir Ragnheiður Elín sem segir mikinn meirihluta Sjálfstæðismanna andvígan aðild að ESB. „Segjum að þjóðin myndi taka upp á því að klára samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu, sem ég hef ekki trú á, þá yrði ég að lúta því sem meirihluti þjóðarinnar myndi ákveða," segir hún en bætir við: „Í ljósi alls - hvar Evrópusambandið er statt, hvar við erum stödd og þær breytingar sem eru hugsanlega að verða á Evrópusambandinu - finnst mér það fjarstæðukenndasta af öllu vera að halda þessum viðræðum áfram eins og ekkert hafi í skorist. Að búast við því að eitthvað annað komi út úr samningnum en það sem Evrópusambandið stendur fyrir og við vitum hvað er finnst mér vera draumórar." Tengdar fréttir 63% á móti inngöngu í ESB Um 63 prósent aðspurðra eru andvígir því að Ísland gangi inn í Evrópusambandið, samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR. Um 24% eru hlynntir því. 13. febrúar 2013 11:20 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir niðurstöðu úr skoðanakönnun MMR ekki koma sér á óvart. Um 63% Íslendinga eru andvígir því að Ísland gangi í Evrópusambandið samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR. „Þetta er mjög í takt við það sem ég finn alls staðar þar sem ég kem. Það styrkir mig í þeirri trú að þessi vegferð nýtur ekki stuðnings íslensku þjóðarinnar," segir Ragnheiður Elín Árnadóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Ragnheiður Elín á sæti í utanríkisnefnd en meirihluti hennar lagði fram þingsályktunartillögu fyrri hluta janúar þess efnis að gera hlé á aðildarviðræðum. Þær skyldu ekki hefja að nýju fyrr en þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhaldandi aðdilarviðræður færu fram. „En þá var gripið til þess ráðs af hálfu Vinstri grænna að kippa Jóni Bjarnasyni út af því hann var ekki nógu þægur," segir Ragnheiður. Ekki sé lengur meirihluti fyrir málinu í nefndinni eftir mannaskiptin. Hún reiknar þó með því að þeir þingmenn sem stóðu að tillögunni leggi hana fram í sameiningu á þinginu. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins fer fram aðra helgi. Ragnheiður Elín segir að sú stefna að gera hlé á aðildarviðræðum og láta þjóðina kjósa sé áréttuð í drögum sem liggi fyrir fundinum. „Ég myndi vilja sjá hvort sú stefna yrði ekki ofan á á þeim landsfundi áður en ég færi af stað með þá tillögu (fyrir þingið)," segir Ragnheiður Elín sem segir mikinn meirihluta Sjálfstæðismanna andvígan aðild að ESB. „Segjum að þjóðin myndi taka upp á því að klára samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu, sem ég hef ekki trú á, þá yrði ég að lúta því sem meirihluti þjóðarinnar myndi ákveða," segir hún en bætir við: „Í ljósi alls - hvar Evrópusambandið er statt, hvar við erum stödd og þær breytingar sem eru hugsanlega að verða á Evrópusambandinu - finnst mér það fjarstæðukenndasta af öllu vera að halda þessum viðræðum áfram eins og ekkert hafi í skorist. Að búast við því að eitthvað annað komi út úr samningnum en það sem Evrópusambandið stendur fyrir og við vitum hvað er finnst mér vera draumórar."
Tengdar fréttir 63% á móti inngöngu í ESB Um 63 prósent aðspurðra eru andvígir því að Ísland gangi inn í Evrópusambandið, samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR. Um 24% eru hlynntir því. 13. febrúar 2013 11:20 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
63% á móti inngöngu í ESB Um 63 prósent aðspurðra eru andvígir því að Ísland gangi inn í Evrópusambandið, samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR. Um 24% eru hlynntir því. 13. febrúar 2013 11:20