Um klikkaðar upphæðir að ræða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. febrúar 2013 11:12 Eiríkur Bergmann. „Þetta eru náttúrlega tveir stærstu markaðir veraldarinnar, þar sem helmingur allra viðskipta fer fram. Menn eru að fara í formlegar samningaviðræður í sumar þannig að málið er komið lengra en áður," segir Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði og forstöðumaður Evrópuseturs. Hann segir ráð gert fyrir að samningum verði lokið árið 2014. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, og Jose Manuel Barroso, framkvæmdastjóri Evrópusambandsins, tilkynntu í gær að framundan væru formlegar viðræður um fríverslunarsamning. Eiríkur minnir á að þegar séu gríðarlega viðamiklir viðskiptasamningar á milli Bandaríkjanna og Evrópu. Þó hafi lengi verið vilji til þess að koma á raunverulegum fríverslunarsamningi. „Það sem að menn ætla sér að gera núna er að reyna að fara heilstætt yfir þetta. Þetta er ekki ný hugmynd en er loksins komin á borðið," segir Eiríkur. Blaðamaður leitaði til hans varðandi þá þýðingu sem fríverslunarsamningur myndi hafa fyrir báða aðila og hvaða árekstar væru fyrirséðir. „Þú ert að tala um klikkaðar upphæðir. Þetta eru hundruð milljarða evra í viðskiptum árlega," segir Eiríkur um umfang viðskipta á milli Bandaríkjanna og Evrópu. Fríverslunarsamningur þýði vissulega að fólk þurfi að greiða minna fyrir vörur. Hins vegar sé alltaf einhver sem tapi. „Vandinn snýr að því annars vegar að Bandaríkjamenn hafa verndað ákveðinn þungaiðnað sem Evrópumenn vilja opna. Á sama tíma hafa Evrópumenn verndað landbúnað sem Bandaríkjamenn vilja opna," segir Eiríkur. Að því leyti halli ekki á annan aðilann heilt yfir heldur sé verið að vernda mismunandi hluti.Nordicphotos/AFPEiríkur bendir á að afstaða til viðskipta við Kína sé ólík austanhafs og vestan. „Það er pressa í Bandaríkjunum að setja viðskiptahindranir á Kína. Ef það er frjálst flæði inn til Evrópu þá yrði flæðið áfram hindrunarlaust til Bandaríkjanna," segir Eiríkur. Ísland er utan Evrópusambandsins en þó hluti af Evrópska efnahagssvæðinu. Eiríkur segist eiga eftir að átta sig betur á því hvað slíkur fríverslunarsamningur þýði fyrir Ísland. „Í prinsippinu eiga vörur sem hafa verið tollaðar inn á Evrópska efnahagssvæðinu að vera fluttar frjálst til Íslands. Þannig að vörur sem eru fluttar frá Bandaríkjunum og inn á Evrópska efnahagssvæðið við tollfrelsi, við eigum að geta keypt þær tollfrjálst," segir Eiríkur. Þó sé málið ekki alltaf svo einfalt. Í sumum tilfellum séu vörur keyptar frá aðilum innan Evrópusambandsins en vörurnar svo sendar frá löndum utan álfunnar, t.d. frá Asíu. Þá þurfi að greiða toll af vörunni. Barroso sagði í gær að samningurinn myndu ýta undir hagvöxt beggja vegna Atlantshafsins og gæti aukið meðallandsframleiðslu um 0,5%. Obama sagði í stefnuræðu sinni í gær að samningurinn yrði til þess að auka útflutning Bandaríkjanna og efla atvinnumarkaðinn vestanhafs.Hu Jintao, forseti Kína, og Barack Obama Bandaríkjaforseti.Nordicphotos/AFP Tengdar fréttir ESB og BNA ætla í fríverslunarviðræður Evrópusambandið og Bandaríkin ætla að hefja formlegar viðræður um fríverslunarsamning. BBC fréttastofan segir að um verði að ræða stærsta fríverslunarsamning sögunnar. 13. febrúar 2013 19:42 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
„Þetta eru náttúrlega tveir stærstu markaðir veraldarinnar, þar sem helmingur allra viðskipta fer fram. Menn eru að fara í formlegar samningaviðræður í sumar þannig að málið er komið lengra en áður," segir Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði og forstöðumaður Evrópuseturs. Hann segir ráð gert fyrir að samningum verði lokið árið 2014. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, og Jose Manuel Barroso, framkvæmdastjóri Evrópusambandsins, tilkynntu í gær að framundan væru formlegar viðræður um fríverslunarsamning. Eiríkur minnir á að þegar séu gríðarlega viðamiklir viðskiptasamningar á milli Bandaríkjanna og Evrópu. Þó hafi lengi verið vilji til þess að koma á raunverulegum fríverslunarsamningi. „Það sem að menn ætla sér að gera núna er að reyna að fara heilstætt yfir þetta. Þetta er ekki ný hugmynd en er loksins komin á borðið," segir Eiríkur. Blaðamaður leitaði til hans varðandi þá þýðingu sem fríverslunarsamningur myndi hafa fyrir báða aðila og hvaða árekstar væru fyrirséðir. „Þú ert að tala um klikkaðar upphæðir. Þetta eru hundruð milljarða evra í viðskiptum árlega," segir Eiríkur um umfang viðskipta á milli Bandaríkjanna og Evrópu. Fríverslunarsamningur þýði vissulega að fólk þurfi að greiða minna fyrir vörur. Hins vegar sé alltaf einhver sem tapi. „Vandinn snýr að því annars vegar að Bandaríkjamenn hafa verndað ákveðinn þungaiðnað sem Evrópumenn vilja opna. Á sama tíma hafa Evrópumenn verndað landbúnað sem Bandaríkjamenn vilja opna," segir Eiríkur. Að því leyti halli ekki á annan aðilann heilt yfir heldur sé verið að vernda mismunandi hluti.Nordicphotos/AFPEiríkur bendir á að afstaða til viðskipta við Kína sé ólík austanhafs og vestan. „Það er pressa í Bandaríkjunum að setja viðskiptahindranir á Kína. Ef það er frjálst flæði inn til Evrópu þá yrði flæðið áfram hindrunarlaust til Bandaríkjanna," segir Eiríkur. Ísland er utan Evrópusambandsins en þó hluti af Evrópska efnahagssvæðinu. Eiríkur segist eiga eftir að átta sig betur á því hvað slíkur fríverslunarsamningur þýði fyrir Ísland. „Í prinsippinu eiga vörur sem hafa verið tollaðar inn á Evrópska efnahagssvæðinu að vera fluttar frjálst til Íslands. Þannig að vörur sem eru fluttar frá Bandaríkjunum og inn á Evrópska efnahagssvæðið við tollfrelsi, við eigum að geta keypt þær tollfrjálst," segir Eiríkur. Þó sé málið ekki alltaf svo einfalt. Í sumum tilfellum séu vörur keyptar frá aðilum innan Evrópusambandsins en vörurnar svo sendar frá löndum utan álfunnar, t.d. frá Asíu. Þá þurfi að greiða toll af vörunni. Barroso sagði í gær að samningurinn myndu ýta undir hagvöxt beggja vegna Atlantshafsins og gæti aukið meðallandsframleiðslu um 0,5%. Obama sagði í stefnuræðu sinni í gær að samningurinn yrði til þess að auka útflutning Bandaríkjanna og efla atvinnumarkaðinn vestanhafs.Hu Jintao, forseti Kína, og Barack Obama Bandaríkjaforseti.Nordicphotos/AFP
Tengdar fréttir ESB og BNA ætla í fríverslunarviðræður Evrópusambandið og Bandaríkin ætla að hefja formlegar viðræður um fríverslunarsamning. BBC fréttastofan segir að um verði að ræða stærsta fríverslunarsamning sögunnar. 13. febrúar 2013 19:42 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
ESB og BNA ætla í fríverslunarviðræður Evrópusambandið og Bandaríkin ætla að hefja formlegar viðræður um fríverslunarsamning. BBC fréttastofan segir að um verði að ræða stærsta fríverslunarsamning sögunnar. 13. febrúar 2013 19:42