Mikilvægt að rannsaka áhrif síldardauðans á fuglalíf Jón Hákon Halldórsson skrifar 5. febrúar 2013 10:45 Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra bar málið upp í ríkisstjórn í morgun. Mynd/ Valli. Heimamenn vinna í dag við að hreinsa upp síld sem hefur drepist í Kolgrafafirði. Mikilvægt er að bregðast hratt við því hreinsunin gengur best á meðan síldin er enn fersk. Svandís Svavarsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, bar málið upp í ríkisstjórn í morgun. Upphaflega drapst mikið af síld í desember og Svandís fór í Kolgrafafjörð fyrir helgi til að kynna sér stöðuna. „Ég fór vestur og kynnti mér málin þar og gekk fjöruna með heimamönnum. Þá var fjaran orðin full af grútarsköflum og niðurbrotið hafði gengið frekar hratt," segir Svandís. Atburðurinn endurtók sig svo fyrir helgi. „Það sem ég legg til í ríkisstjórn er að við förum í vöktunaráætlun með þeim stofnunum sem hafa yfir þeirri þekkingu að búa sem er ríkust í okkar kerfi. Þar á ég við Umhverfisstofnun, Hafrannsóknarstofnun og Náttúrustofnun Vesturlands sem hefur sérstaklega verið að skoða fuglalífið og áhrif atburðanna á fuglana í firðinum," segir hún. Fulltrúar ráðuneytisins muni hitta þessar stofnanir í dag og ríkisstjórnin hafi ákveðið að veita sex milljónum í verkefnið. „Við erum í fyrsta lagi að tala um að rýna sérstaklega ástæður þess að þetta kemur upp en ekki er síður mikilvægt að koma á skipulegu og góðu eftirliti með ástandinu og hvernig því vindur fram. Og meta áhrif mengunarinnar á lífríki og mannlíf," segir Svandís. „Þetta er svo gríðarlegt magn að það er ekki hægt um vik við aðgerðir til þess að hreinsa grút í fjörum. En það er hugsanlegt að ná einhverju upp af síldinni á meðan að hún er fersk og niðurbrotið ekki gengið langt. Það er það sem heimamenn eru að gera í dag," segir Svandís. Hún segir mikilvægt að heimamenn fái góðar upplýsingar um ástand mála, en einnig sé mikilvægt fyrir vísindasamfélagið að það sé vel haldið utan um allar mælingar og framvindu fyrir lífríkið að það sé vel brugðist við. Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Sjá meira
Heimamenn vinna í dag við að hreinsa upp síld sem hefur drepist í Kolgrafafirði. Mikilvægt er að bregðast hratt við því hreinsunin gengur best á meðan síldin er enn fersk. Svandís Svavarsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, bar málið upp í ríkisstjórn í morgun. Upphaflega drapst mikið af síld í desember og Svandís fór í Kolgrafafjörð fyrir helgi til að kynna sér stöðuna. „Ég fór vestur og kynnti mér málin þar og gekk fjöruna með heimamönnum. Þá var fjaran orðin full af grútarsköflum og niðurbrotið hafði gengið frekar hratt," segir Svandís. Atburðurinn endurtók sig svo fyrir helgi. „Það sem ég legg til í ríkisstjórn er að við förum í vöktunaráætlun með þeim stofnunum sem hafa yfir þeirri þekkingu að búa sem er ríkust í okkar kerfi. Þar á ég við Umhverfisstofnun, Hafrannsóknarstofnun og Náttúrustofnun Vesturlands sem hefur sérstaklega verið að skoða fuglalífið og áhrif atburðanna á fuglana í firðinum," segir hún. Fulltrúar ráðuneytisins muni hitta þessar stofnanir í dag og ríkisstjórnin hafi ákveðið að veita sex milljónum í verkefnið. „Við erum í fyrsta lagi að tala um að rýna sérstaklega ástæður þess að þetta kemur upp en ekki er síður mikilvægt að koma á skipulegu og góðu eftirliti með ástandinu og hvernig því vindur fram. Og meta áhrif mengunarinnar á lífríki og mannlíf," segir Svandís. „Þetta er svo gríðarlegt magn að það er ekki hægt um vik við aðgerðir til þess að hreinsa grút í fjörum. En það er hugsanlegt að ná einhverju upp af síldinni á meðan að hún er fersk og niðurbrotið ekki gengið langt. Það er það sem heimamenn eru að gera í dag," segir Svandís. Hún segir mikilvægt að heimamenn fái góðar upplýsingar um ástand mála, en einnig sé mikilvægt fyrir vísindasamfélagið að það sé vel haldið utan um allar mælingar og framvindu fyrir lífríkið að það sé vel brugðist við.
Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Sjá meira