Mikilvægt að rannsaka áhrif síldardauðans á fuglalíf Jón Hákon Halldórsson skrifar 5. febrúar 2013 10:45 Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra bar málið upp í ríkisstjórn í morgun. Mynd/ Valli. Heimamenn vinna í dag við að hreinsa upp síld sem hefur drepist í Kolgrafafirði. Mikilvægt er að bregðast hratt við því hreinsunin gengur best á meðan síldin er enn fersk. Svandís Svavarsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, bar málið upp í ríkisstjórn í morgun. Upphaflega drapst mikið af síld í desember og Svandís fór í Kolgrafafjörð fyrir helgi til að kynna sér stöðuna. „Ég fór vestur og kynnti mér málin þar og gekk fjöruna með heimamönnum. Þá var fjaran orðin full af grútarsköflum og niðurbrotið hafði gengið frekar hratt," segir Svandís. Atburðurinn endurtók sig svo fyrir helgi. „Það sem ég legg til í ríkisstjórn er að við förum í vöktunaráætlun með þeim stofnunum sem hafa yfir þeirri þekkingu að búa sem er ríkust í okkar kerfi. Þar á ég við Umhverfisstofnun, Hafrannsóknarstofnun og Náttúrustofnun Vesturlands sem hefur sérstaklega verið að skoða fuglalífið og áhrif atburðanna á fuglana í firðinum," segir hún. Fulltrúar ráðuneytisins muni hitta þessar stofnanir í dag og ríkisstjórnin hafi ákveðið að veita sex milljónum í verkefnið. „Við erum í fyrsta lagi að tala um að rýna sérstaklega ástæður þess að þetta kemur upp en ekki er síður mikilvægt að koma á skipulegu og góðu eftirliti með ástandinu og hvernig því vindur fram. Og meta áhrif mengunarinnar á lífríki og mannlíf," segir Svandís. „Þetta er svo gríðarlegt magn að það er ekki hægt um vik við aðgerðir til þess að hreinsa grút í fjörum. En það er hugsanlegt að ná einhverju upp af síldinni á meðan að hún er fersk og niðurbrotið ekki gengið langt. Það er það sem heimamenn eru að gera í dag," segir Svandís. Hún segir mikilvægt að heimamenn fái góðar upplýsingar um ástand mála, en einnig sé mikilvægt fyrir vísindasamfélagið að það sé vel haldið utan um allar mælingar og framvindu fyrir lífríkið að það sé vel brugðist við. Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Sjá meira
Heimamenn vinna í dag við að hreinsa upp síld sem hefur drepist í Kolgrafafirði. Mikilvægt er að bregðast hratt við því hreinsunin gengur best á meðan síldin er enn fersk. Svandís Svavarsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, bar málið upp í ríkisstjórn í morgun. Upphaflega drapst mikið af síld í desember og Svandís fór í Kolgrafafjörð fyrir helgi til að kynna sér stöðuna. „Ég fór vestur og kynnti mér málin þar og gekk fjöruna með heimamönnum. Þá var fjaran orðin full af grútarsköflum og niðurbrotið hafði gengið frekar hratt," segir Svandís. Atburðurinn endurtók sig svo fyrir helgi. „Það sem ég legg til í ríkisstjórn er að við förum í vöktunaráætlun með þeim stofnunum sem hafa yfir þeirri þekkingu að búa sem er ríkust í okkar kerfi. Þar á ég við Umhverfisstofnun, Hafrannsóknarstofnun og Náttúrustofnun Vesturlands sem hefur sérstaklega verið að skoða fuglalífið og áhrif atburðanna á fuglana í firðinum," segir hún. Fulltrúar ráðuneytisins muni hitta þessar stofnanir í dag og ríkisstjórnin hafi ákveðið að veita sex milljónum í verkefnið. „Við erum í fyrsta lagi að tala um að rýna sérstaklega ástæður þess að þetta kemur upp en ekki er síður mikilvægt að koma á skipulegu og góðu eftirliti með ástandinu og hvernig því vindur fram. Og meta áhrif mengunarinnar á lífríki og mannlíf," segir Svandís. „Þetta er svo gríðarlegt magn að það er ekki hægt um vik við aðgerðir til þess að hreinsa grút í fjörum. En það er hugsanlegt að ná einhverju upp af síldinni á meðan að hún er fersk og niðurbrotið ekki gengið langt. Það er það sem heimamenn eru að gera í dag," segir Svandís. Hún segir mikilvægt að heimamenn fái góðar upplýsingar um ástand mála, en einnig sé mikilvægt fyrir vísindasamfélagið að það sé vel haldið utan um allar mælingar og framvindu fyrir lífríkið að það sé vel brugðist við.
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent