Mikilvægt að rannsaka áhrif síldardauðans á fuglalíf Jón Hákon Halldórsson skrifar 5. febrúar 2013 10:45 Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra bar málið upp í ríkisstjórn í morgun. Mynd/ Valli. Heimamenn vinna í dag við að hreinsa upp síld sem hefur drepist í Kolgrafafirði. Mikilvægt er að bregðast hratt við því hreinsunin gengur best á meðan síldin er enn fersk. Svandís Svavarsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, bar málið upp í ríkisstjórn í morgun. Upphaflega drapst mikið af síld í desember og Svandís fór í Kolgrafafjörð fyrir helgi til að kynna sér stöðuna. „Ég fór vestur og kynnti mér málin þar og gekk fjöruna með heimamönnum. Þá var fjaran orðin full af grútarsköflum og niðurbrotið hafði gengið frekar hratt," segir Svandís. Atburðurinn endurtók sig svo fyrir helgi. „Það sem ég legg til í ríkisstjórn er að við förum í vöktunaráætlun með þeim stofnunum sem hafa yfir þeirri þekkingu að búa sem er ríkust í okkar kerfi. Þar á ég við Umhverfisstofnun, Hafrannsóknarstofnun og Náttúrustofnun Vesturlands sem hefur sérstaklega verið að skoða fuglalífið og áhrif atburðanna á fuglana í firðinum," segir hún. Fulltrúar ráðuneytisins muni hitta þessar stofnanir í dag og ríkisstjórnin hafi ákveðið að veita sex milljónum í verkefnið. „Við erum í fyrsta lagi að tala um að rýna sérstaklega ástæður þess að þetta kemur upp en ekki er síður mikilvægt að koma á skipulegu og góðu eftirliti með ástandinu og hvernig því vindur fram. Og meta áhrif mengunarinnar á lífríki og mannlíf," segir Svandís. „Þetta er svo gríðarlegt magn að það er ekki hægt um vik við aðgerðir til þess að hreinsa grút í fjörum. En það er hugsanlegt að ná einhverju upp af síldinni á meðan að hún er fersk og niðurbrotið ekki gengið langt. Það er það sem heimamenn eru að gera í dag," segir Svandís. Hún segir mikilvægt að heimamenn fái góðar upplýsingar um ástand mála, en einnig sé mikilvægt fyrir vísindasamfélagið að það sé vel haldið utan um allar mælingar og framvindu fyrir lífríkið að það sé vel brugðist við. Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Fleiri fréttir „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss í Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Sjá meira
Heimamenn vinna í dag við að hreinsa upp síld sem hefur drepist í Kolgrafafirði. Mikilvægt er að bregðast hratt við því hreinsunin gengur best á meðan síldin er enn fersk. Svandís Svavarsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, bar málið upp í ríkisstjórn í morgun. Upphaflega drapst mikið af síld í desember og Svandís fór í Kolgrafafjörð fyrir helgi til að kynna sér stöðuna. „Ég fór vestur og kynnti mér málin þar og gekk fjöruna með heimamönnum. Þá var fjaran orðin full af grútarsköflum og niðurbrotið hafði gengið frekar hratt," segir Svandís. Atburðurinn endurtók sig svo fyrir helgi. „Það sem ég legg til í ríkisstjórn er að við förum í vöktunaráætlun með þeim stofnunum sem hafa yfir þeirri þekkingu að búa sem er ríkust í okkar kerfi. Þar á ég við Umhverfisstofnun, Hafrannsóknarstofnun og Náttúrustofnun Vesturlands sem hefur sérstaklega verið að skoða fuglalífið og áhrif atburðanna á fuglana í firðinum," segir hún. Fulltrúar ráðuneytisins muni hitta þessar stofnanir í dag og ríkisstjórnin hafi ákveðið að veita sex milljónum í verkefnið. „Við erum í fyrsta lagi að tala um að rýna sérstaklega ástæður þess að þetta kemur upp en ekki er síður mikilvægt að koma á skipulegu og góðu eftirliti með ástandinu og hvernig því vindur fram. Og meta áhrif mengunarinnar á lífríki og mannlíf," segir Svandís. „Þetta er svo gríðarlegt magn að það er ekki hægt um vik við aðgerðir til þess að hreinsa grút í fjörum. En það er hugsanlegt að ná einhverju upp af síldinni á meðan að hún er fersk og niðurbrotið ekki gengið langt. Það er það sem heimamenn eru að gera í dag," segir Svandís. Hún segir mikilvægt að heimamenn fái góðar upplýsingar um ástand mála, en einnig sé mikilvægt fyrir vísindasamfélagið að það sé vel haldið utan um allar mælingar og framvindu fyrir lífríkið að það sé vel brugðist við.
Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Fleiri fréttir „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss í Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent