Baráttan á Landspítalanum - "Maður er bara hissa" Boði Logason skrifar 5. febrúar 2013 11:07 Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, segist hafa orðið hissa eftir niðurstöðu fundarins á Grand Hóteli í gær. Mynd/Vilhelm „Ég vil ekki segja vonbrigði, en maður er bara hissa ef eitthvað er," segir Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans. Um 91 prósent hjúkrunarfræðinga höfnuðu stofnanasamningi sem kynntur var á Grand Hóteli í gærkvöldi. Um 260 hjúkrunarfræðingar munu hætta störfum í lok þessa mánaðar náist ekki samkomulag fyrir þann tíma og 20 til viðbótar munu hætta störfum 31. mars næstkomandi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu kom fram á fundi sem Erna Einarsdóttir, starfsmannastjóri, átti með deildarstjórum á föstudaginn, að meiri hækkanir standi ekki til boða enda hafi stjórnvöld talað skýrt um það. „Það kemur manni á óvart að stéttarfélag vilji ekki hafa áhrif á það hvernig þessum peningum, sem við höfum fengið til þess að koma á kjarabótum til starfsmanna. Það kemur manni á óvart," segir Björn í samtali við fréttastofu í morgun. Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður félags hjúkrunarfræðinga, sagði Í bítinu á Bylgjunni í morgun að sumir hjúkrunarfræðingar hefðu ekki fengið neina launahækkun, miðað við þann samning sem liggur á borðinu. „Ég veit ekki alveg hvaðan hún hefur það að sumir fá ekki neitt, ég skil það ekki. Allir fá líka 3,25 % hækkun eins og aðrir á markaðnum. Þetta er stofnanasamningur og hugsunin með honum er sú að allir fá ekki það sama. Heldur sé nýttur til að skipuleggja starfið innanhúss þannig það sé báðum aðilum til hagsbóta, það séu áherslur starfseminnar sem komi fram. Ef það er t.d. viðbótarmenntun sem nýtist starfseminni þá er borgað betur fyrir það," segir hann. Á Grand hóteli var samingurinn kynntur fyrir um 600 hjúkrunarfræðingum, en enginn fulltrúi frá spítalanum eða ríkisvaldinu var á þeim fundi. Þar kom fram meðal annars fram að til stóð að bjóða hjúkrunarfræðingum afturvirka álagsgreiðslu í þrjá mánuði. Eins og skoða má á töflunni hér fyrir neðan.Á þetta féllust hjúkrunarfræðingar ekki, eins og áður segir. Álagsgreiðslurnar áttu að greiðast hlutfallslega miðað við starfshlutfall og einungis til þeirra sem eru í ótímabundinni ráðningu. Þeir hjúkrunarfræðingar sem eru á reynslutíma, með tímabundna ráðningasamninga eða ekki í starfi á klínískum deildum, hefðu ekki fengið þessar álagsgreiðslur. Þá hefðu þeir hjúkrunarfræðingar, sem hefðu sagt upp störfum og væru ekki búnar að draga uppsögn sína til baka fyrir 10 febrúar, ekki fengið álagsgreiðslurnar. Björn segir að samtals séu þetta um 1350 einstaklingar í 1020 stöðugildum, og í flokkum A og B séu innan við tvö hundruð manns. „Þannig það eru innan við 200 manns sem fá ekki 30 þúsund krónurnar, en þetta er bara miðað við afturvirku álagsgreiðslurnar. Það ýmislegt sem hefði gilt frá 1. febrúar, sem allir hefðu fengið - líka fólkið í A og B. Þetta er bara mismunandi og það er hægt að leggja þetta upp á margan hátt, en þetta er bara ekki kjarasamningur. Þetta er stærsti stofnanasamningur sem stofnun hefur hingað til haft möguleika til þess að bjóða, ef við erum að horfa á kjarabætur að meðaltali til starfsmanna," segir Björn Samninganefndirnar ætla að hittast á fundi í dag klukkan eitt, og ræða næstu skref. „Næstu skref hjá okkur er að koma af stað ferlum til að koma þessum kjarabótum til starfsmanna, sem eru hækkanir á vissum hlutum, eins og hefði gerst hefðu fulltrúar hjúkrunarfræðinga samþykkt nýjan stofnanasamning," segir hann. Hér að neðan má sjá glærukynninguna sem deildarstjórar á Landspítalanum fengu. Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
„Ég vil ekki segja vonbrigði, en maður er bara hissa ef eitthvað er," segir Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans. Um 91 prósent hjúkrunarfræðinga höfnuðu stofnanasamningi sem kynntur var á Grand Hóteli í gærkvöldi. Um 260 hjúkrunarfræðingar munu hætta störfum í lok þessa mánaðar náist ekki samkomulag fyrir þann tíma og 20 til viðbótar munu hætta störfum 31. mars næstkomandi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu kom fram á fundi sem Erna Einarsdóttir, starfsmannastjóri, átti með deildarstjórum á föstudaginn, að meiri hækkanir standi ekki til boða enda hafi stjórnvöld talað skýrt um það. „Það kemur manni á óvart að stéttarfélag vilji ekki hafa áhrif á það hvernig þessum peningum, sem við höfum fengið til þess að koma á kjarabótum til starfsmanna. Það kemur manni á óvart," segir Björn í samtali við fréttastofu í morgun. Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður félags hjúkrunarfræðinga, sagði Í bítinu á Bylgjunni í morgun að sumir hjúkrunarfræðingar hefðu ekki fengið neina launahækkun, miðað við þann samning sem liggur á borðinu. „Ég veit ekki alveg hvaðan hún hefur það að sumir fá ekki neitt, ég skil það ekki. Allir fá líka 3,25 % hækkun eins og aðrir á markaðnum. Þetta er stofnanasamningur og hugsunin með honum er sú að allir fá ekki það sama. Heldur sé nýttur til að skipuleggja starfið innanhúss þannig það sé báðum aðilum til hagsbóta, það séu áherslur starfseminnar sem komi fram. Ef það er t.d. viðbótarmenntun sem nýtist starfseminni þá er borgað betur fyrir það," segir hann. Á Grand hóteli var samingurinn kynntur fyrir um 600 hjúkrunarfræðingum, en enginn fulltrúi frá spítalanum eða ríkisvaldinu var á þeim fundi. Þar kom fram meðal annars fram að til stóð að bjóða hjúkrunarfræðingum afturvirka álagsgreiðslu í þrjá mánuði. Eins og skoða má á töflunni hér fyrir neðan.Á þetta féllust hjúkrunarfræðingar ekki, eins og áður segir. Álagsgreiðslurnar áttu að greiðast hlutfallslega miðað við starfshlutfall og einungis til þeirra sem eru í ótímabundinni ráðningu. Þeir hjúkrunarfræðingar sem eru á reynslutíma, með tímabundna ráðningasamninga eða ekki í starfi á klínískum deildum, hefðu ekki fengið þessar álagsgreiðslur. Þá hefðu þeir hjúkrunarfræðingar, sem hefðu sagt upp störfum og væru ekki búnar að draga uppsögn sína til baka fyrir 10 febrúar, ekki fengið álagsgreiðslurnar. Björn segir að samtals séu þetta um 1350 einstaklingar í 1020 stöðugildum, og í flokkum A og B séu innan við tvö hundruð manns. „Þannig það eru innan við 200 manns sem fá ekki 30 þúsund krónurnar, en þetta er bara miðað við afturvirku álagsgreiðslurnar. Það ýmislegt sem hefði gilt frá 1. febrúar, sem allir hefðu fengið - líka fólkið í A og B. Þetta er bara mismunandi og það er hægt að leggja þetta upp á margan hátt, en þetta er bara ekki kjarasamningur. Þetta er stærsti stofnanasamningur sem stofnun hefur hingað til haft möguleika til þess að bjóða, ef við erum að horfa á kjarabætur að meðaltali til starfsmanna," segir Björn Samninganefndirnar ætla að hittast á fundi í dag klukkan eitt, og ræða næstu skref. „Næstu skref hjá okkur er að koma af stað ferlum til að koma þessum kjarabótum til starfsmanna, sem eru hækkanir á vissum hlutum, eins og hefði gerst hefðu fulltrúar hjúkrunarfræðinga samþykkt nýjan stofnanasamning," segir hann. Hér að neðan má sjá glærukynninguna sem deildarstjórar á Landspítalanum fengu.
Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira