Kosningamál í Noregi gæti seinkað olíuleit við Jan Mayen Kristján Már Unnarsson skrifar 5. febrúar 2013 15:06 Norski olíuiðnaðurinn vill komast í Lófót á undan Jan Mayen. Deilur um hvort leyfa eigi olíuleit við Lófót og í Vesturál hafa blossað upp í Noregi eftir að stefnuskrárnefnd Verkamannaflokksins, flokks Jens Stoltenbergs forsætisráðherra, ákvað að leggja til við flokksþing í apríl að flokkurinn styddi að hafsvæðið yrði opnað til leitar á næsta kjörtímabili. Málið er líklegt til að verða eitt helsta kosningamálið í norsku þingkosningunum þann 9. september í haust. Úrslitin gætu haft áhrif á hversu hratt verði farið í olíuleit við Jan Mayen og á íslenska Drekasvæðinu. Tillaga stefnuskrárnefndarinnar, sem Helga Petersen, varaformaður Verkamannaflokksins, stýrir, hefur kallað á hörð viðbrögð, bæði úr öðrum flokkum og frá umhverfisverndarsamtökum. Við Lófót eru gjöfulustu fiskimið Noregs og mikilvægustu hrygningarstöðvar norska þorsksins, en einnig fjölskrúðugt fuglalíf og stórir kaldsjávarkóralar á hafsbotni. Samstarfsflokkur Verkamannaflokksins í ríkisstjórn, SV, systurflokkur Vinstri grænna, leggst alfarið gegn olíuleit þar og formaður Náttúruverndarsamtaka Noregs hótar harðri baráttu; segir óverjandi að leyfa þar olíuboranir. Þá hefur flokkahópur vinstri grænna í Norðurlandaráði sameiginlega ályktað gegn borunum við Lófót. Norskir vísindamenn deila um hvaða áhrif stór olíuleki, í líkingu við þann sem varð í Mexíkóflóa fyrir þremur árum, hefði við Lófót. Í umræðuþætti í norska ríkissjónvarpinu í gærkvöldi sagði sérfræðingur við Hafrannsóknastofnun Noregs að miðin við Lófót væru grundvöllur fiskveiða Norðmanna og að stórt olíuslys þar gæti haft langvarandi áhrif á sjávarútveginn. Prófessor í sjávarlíffræði við Oslóarháskóla sagði áhættuna hins vegar takmarkaða og benti á að rannsóknarmódel sýndu að 1-6% af seiðaárgangi myndu drepast við stórt olíuslys. Samtök norska iðnaðarins fagna tillögu um stefnubreytingu og segja svæðið mikilvægt fyrir olíuiðnaðinn. Starfsemi þar skapi fjölda nýrra starfa og auki hagsæld í Norður-Noregi. Olíumálaráðherrann Ola Borten Moe, sem kemur úr Miðflokknum, systurflokki Framsóknarflokksins, hafði fyrir áramót lýst sig fylgjandi opnun Lófótar-svæðisins. Hægriflokkurinn styður einnig málið, en skoðanakannanir sýna hann í stórsókn og að hann geti velt Verkamannaflokknum úr sessi sem stærsti flokkur Noregs. Litið var á það sem eftirgjöf Verkamannaflokksins, systurflokks Samfylkingarinnar, þegar flokkarnir þrír í hinni rauðgrænu ríkisstjórn Noregs gerðu með sér samkomulag um að leyfa ekki olíuleit við Lófót og í Vesturál á kjörtímabilinu. Í staðinn var gerð sú málamiðlun að opna Jan Mayen-svæðið og í framhaldinu ákváðu norsk stjórnvöld fyrir áramót að taka þátt í olíuleit á íslenska hlutanum, Drekasvæðinu. Vegna mikillar fjarlægðar frá Noregsströndum er Jan Mayen-svæðið talið síðri kostur fyrir norska olíuiðnaðinn. Verði stefnubreyting eftir þingkosningarnar í haust, og Lófótur opnaður, má búast við að áhuginn á Jan Mayen-svæðinu minnki og olíuáformum Norðmanna þar seinki. Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira
Deilur um hvort leyfa eigi olíuleit við Lófót og í Vesturál hafa blossað upp í Noregi eftir að stefnuskrárnefnd Verkamannaflokksins, flokks Jens Stoltenbergs forsætisráðherra, ákvað að leggja til við flokksþing í apríl að flokkurinn styddi að hafsvæðið yrði opnað til leitar á næsta kjörtímabili. Málið er líklegt til að verða eitt helsta kosningamálið í norsku þingkosningunum þann 9. september í haust. Úrslitin gætu haft áhrif á hversu hratt verði farið í olíuleit við Jan Mayen og á íslenska Drekasvæðinu. Tillaga stefnuskrárnefndarinnar, sem Helga Petersen, varaformaður Verkamannaflokksins, stýrir, hefur kallað á hörð viðbrögð, bæði úr öðrum flokkum og frá umhverfisverndarsamtökum. Við Lófót eru gjöfulustu fiskimið Noregs og mikilvægustu hrygningarstöðvar norska þorsksins, en einnig fjölskrúðugt fuglalíf og stórir kaldsjávarkóralar á hafsbotni. Samstarfsflokkur Verkamannaflokksins í ríkisstjórn, SV, systurflokkur Vinstri grænna, leggst alfarið gegn olíuleit þar og formaður Náttúruverndarsamtaka Noregs hótar harðri baráttu; segir óverjandi að leyfa þar olíuboranir. Þá hefur flokkahópur vinstri grænna í Norðurlandaráði sameiginlega ályktað gegn borunum við Lófót. Norskir vísindamenn deila um hvaða áhrif stór olíuleki, í líkingu við þann sem varð í Mexíkóflóa fyrir þremur árum, hefði við Lófót. Í umræðuþætti í norska ríkissjónvarpinu í gærkvöldi sagði sérfræðingur við Hafrannsóknastofnun Noregs að miðin við Lófót væru grundvöllur fiskveiða Norðmanna og að stórt olíuslys þar gæti haft langvarandi áhrif á sjávarútveginn. Prófessor í sjávarlíffræði við Oslóarháskóla sagði áhættuna hins vegar takmarkaða og benti á að rannsóknarmódel sýndu að 1-6% af seiðaárgangi myndu drepast við stórt olíuslys. Samtök norska iðnaðarins fagna tillögu um stefnubreytingu og segja svæðið mikilvægt fyrir olíuiðnaðinn. Starfsemi þar skapi fjölda nýrra starfa og auki hagsæld í Norður-Noregi. Olíumálaráðherrann Ola Borten Moe, sem kemur úr Miðflokknum, systurflokki Framsóknarflokksins, hafði fyrir áramót lýst sig fylgjandi opnun Lófótar-svæðisins. Hægriflokkurinn styður einnig málið, en skoðanakannanir sýna hann í stórsókn og að hann geti velt Verkamannaflokknum úr sessi sem stærsti flokkur Noregs. Litið var á það sem eftirgjöf Verkamannaflokksins, systurflokks Samfylkingarinnar, þegar flokkarnir þrír í hinni rauðgrænu ríkisstjórn Noregs gerðu með sér samkomulag um að leyfa ekki olíuleit við Lófót og í Vesturál á kjörtímabilinu. Í staðinn var gerð sú málamiðlun að opna Jan Mayen-svæðið og í framhaldinu ákváðu norsk stjórnvöld fyrir áramót að taka þátt í olíuleit á íslenska hlutanum, Drekasvæðinu. Vegna mikillar fjarlægðar frá Noregsströndum er Jan Mayen-svæðið talið síðri kostur fyrir norska olíuiðnaðinn. Verði stefnubreyting eftir þingkosningarnar í haust, og Lófótur opnaður, má búast við að áhuginn á Jan Mayen-svæðinu minnki og olíuáformum Norðmanna þar seinki.
Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira