Löglegir sjússamælar ófáanlegir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. febrúar 2013 20:43 Óli Már Ólason og Arnar Gíslason (til hægri), eigendur Lebowski bars. Mynd/Pjetur "Allir sem eru í þessu til langtíma fagna eftirliti, hvort sem það eru reglur eða kannanir. Við viljum fylgja þeim," segir veitingamaðurinn Arnar Þór Gíslason. Neytendastofa greindi frá því á dögunum að í könnun sem gerð var hjá um tuttugu vínveitingahúsum og innflytjendum hefðu mál verið í ólestri á hverjum og einum þeirra. Léttvínsglös reyndust ómerkt en allflestir voru þó með merkt bjórglös. Vínmál og vínskammtarar voru ávallt til staðar en töluvert vantaði upp á að mælarnir væru löggiltir. „Þeir eru ófáanlegir," segir Arnar um merktu sjússamælana. Andri kemur að rekstri fjögurra veitingastaða í miðbæ Reykjavíkur. Lebowski Bar, Dönsku kránni, Enska barnum og Tíu dropum. „Björk seldi þessa löglegu stimpluðu sjússamæla en gátu ekki lengur keypt þá því þeir voru ekki til. Þeir héldu hins vegar áfram að selja ómerkta 3 CL sjússamæla sem veitingamennirnir hafa verið að kaupa," segir Arnar. Hann segir enginn þeirra veitingamanna sem hann hafi samskipti við svindla á neytendum eins og kom fram í frétt á Vísi í gær. Hann fagni því að Neytendasamtökin fylgist með gangi mála. „Kúnninn á 100 prósent rétt á því að vita hvað hann á að fá," segir Arnar sem telur að veitingastaðir ættu að setja upp miða á stöðum sínum þar sem fram komi að einfaldur drykkur sé 3 CL og tvöfaldur 6 CL eins og og allir halda.Nordicphotos/Getty„Ég hitti Óla og Andra eigendur Vegamóta og Kormák og Skjöld (eigendur Ölstofunnar) fyrir tilviljun í morgun. Við ræddum þetta og vorum sammála um að það væri einn og einn sem er að selja einfaldan sem tvo CL," segir Arnar. „Eins og í öllu er alltaf einn og einn svartur sauður sem heldur að hann verði milljarðamæringur á því að taka aðeins af kúnnanum." Arnar Þór segir kúnnann í sjálfu sér besta gæslumanninn. Hann láti þjóninn heyra það telji hann ekki rétt magn í glasinu eða þá komi hann aldri aftur. „Það er því í rauninni pressa á okkur að hafa frekar rúmlega af öllu til þess að fá ekki á okkur högg," segir Arnar Þór sem segist eiga tvo löglega sjússmæla á Lebowski Bar. „Svo fór ég inn á Ölstofuna í morgun. Þá voru tveir af þremur löglegir. Þeir hlógu reyndar að því því þeir héldu að þeir væru ólöglegir en þeir voru löglegir. Einhverjir antíkgripir hjá þeim," segir Arnar og hlær. Hann segist sjálfur hafa lent í þeirri reynslu að vera skammtað á sérstakan hátt um daginn. Þá hafi hann fengið 1,5 CL í einfaldan gin og tónik en 4 CL þegar hann pantaði sér vodka snafs. „Þeir geta ekki svindlað á þér ef þú færð þér dry skot því þeir sjá bara glasið. En svo eiga menn til að sjá smugu þegar er verið að blanda einfaldan eða tvöfaldan út í gos. Barþjóninn fékk þetta allt saman í hausinn. Þetta voru tíu drykkir sem við horfðum á hann blanda. Hann var beðinn um að hella þeim öllum aftur og nota almennilegan sjússamæli. Það var fullt af kúnnum sem biðu og hlógu að þessu." Arnar Þór segir að Neytendastofa hafi fylgt málinu á eftir með pósti. Þar voru veitingahúsaeigendur beðnir um að gera grein fyrir hvernig mæla þeir væru að nota og annað í þeim dúrnum. Tengdar fréttir Það er svindlað á þér - enginn staður með löggilta sjússmæla Neytendastofa gerði nýlega könnun hjá um 20 vínveitingarhúsum og innflytjendum hvort að löggiltir sjússmælar og vínskammtarar væru í notkun. Þá var einnig athugað hvort að vínglös og bjórglös hefðu viðeigandi merkingar. Á vefsíðu Neytendastofu segir að tilgangurinn hafi verið að kanna hvort að reglum um vínmál, sem notuð eru til að mæla skammta áfengis sem ætlað er til sölu, væri fylgt eftir. 4. febrúar 2013 15:05 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
"Allir sem eru í þessu til langtíma fagna eftirliti, hvort sem það eru reglur eða kannanir. Við viljum fylgja þeim," segir veitingamaðurinn Arnar Þór Gíslason. Neytendastofa greindi frá því á dögunum að í könnun sem gerð var hjá um tuttugu vínveitingahúsum og innflytjendum hefðu mál verið í ólestri á hverjum og einum þeirra. Léttvínsglös reyndust ómerkt en allflestir voru þó með merkt bjórglös. Vínmál og vínskammtarar voru ávallt til staðar en töluvert vantaði upp á að mælarnir væru löggiltir. „Þeir eru ófáanlegir," segir Arnar um merktu sjússamælana. Andri kemur að rekstri fjögurra veitingastaða í miðbæ Reykjavíkur. Lebowski Bar, Dönsku kránni, Enska barnum og Tíu dropum. „Björk seldi þessa löglegu stimpluðu sjússamæla en gátu ekki lengur keypt þá því þeir voru ekki til. Þeir héldu hins vegar áfram að selja ómerkta 3 CL sjússamæla sem veitingamennirnir hafa verið að kaupa," segir Arnar. Hann segir enginn þeirra veitingamanna sem hann hafi samskipti við svindla á neytendum eins og kom fram í frétt á Vísi í gær. Hann fagni því að Neytendasamtökin fylgist með gangi mála. „Kúnninn á 100 prósent rétt á því að vita hvað hann á að fá," segir Arnar sem telur að veitingastaðir ættu að setja upp miða á stöðum sínum þar sem fram komi að einfaldur drykkur sé 3 CL og tvöfaldur 6 CL eins og og allir halda.Nordicphotos/Getty„Ég hitti Óla og Andra eigendur Vegamóta og Kormák og Skjöld (eigendur Ölstofunnar) fyrir tilviljun í morgun. Við ræddum þetta og vorum sammála um að það væri einn og einn sem er að selja einfaldan sem tvo CL," segir Arnar. „Eins og í öllu er alltaf einn og einn svartur sauður sem heldur að hann verði milljarðamæringur á því að taka aðeins af kúnnanum." Arnar Þór segir kúnnann í sjálfu sér besta gæslumanninn. Hann láti þjóninn heyra það telji hann ekki rétt magn í glasinu eða þá komi hann aldri aftur. „Það er því í rauninni pressa á okkur að hafa frekar rúmlega af öllu til þess að fá ekki á okkur högg," segir Arnar Þór sem segist eiga tvo löglega sjússmæla á Lebowski Bar. „Svo fór ég inn á Ölstofuna í morgun. Þá voru tveir af þremur löglegir. Þeir hlógu reyndar að því því þeir héldu að þeir væru ólöglegir en þeir voru löglegir. Einhverjir antíkgripir hjá þeim," segir Arnar og hlær. Hann segist sjálfur hafa lent í þeirri reynslu að vera skammtað á sérstakan hátt um daginn. Þá hafi hann fengið 1,5 CL í einfaldan gin og tónik en 4 CL þegar hann pantaði sér vodka snafs. „Þeir geta ekki svindlað á þér ef þú færð þér dry skot því þeir sjá bara glasið. En svo eiga menn til að sjá smugu þegar er verið að blanda einfaldan eða tvöfaldan út í gos. Barþjóninn fékk þetta allt saman í hausinn. Þetta voru tíu drykkir sem við horfðum á hann blanda. Hann var beðinn um að hella þeim öllum aftur og nota almennilegan sjússamæli. Það var fullt af kúnnum sem biðu og hlógu að þessu." Arnar Þór segir að Neytendastofa hafi fylgt málinu á eftir með pósti. Þar voru veitingahúsaeigendur beðnir um að gera grein fyrir hvernig mæla þeir væru að nota og annað í þeim dúrnum.
Tengdar fréttir Það er svindlað á þér - enginn staður með löggilta sjússmæla Neytendastofa gerði nýlega könnun hjá um 20 vínveitingarhúsum og innflytjendum hvort að löggiltir sjússmælar og vínskammtarar væru í notkun. Þá var einnig athugað hvort að vínglös og bjórglös hefðu viðeigandi merkingar. Á vefsíðu Neytendastofu segir að tilgangurinn hafi verið að kanna hvort að reglum um vínmál, sem notuð eru til að mæla skammta áfengis sem ætlað er til sölu, væri fylgt eftir. 4. febrúar 2013 15:05 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Það er svindlað á þér - enginn staður með löggilta sjússmæla Neytendastofa gerði nýlega könnun hjá um 20 vínveitingarhúsum og innflytjendum hvort að löggiltir sjússmælar og vínskammtarar væru í notkun. Þá var einnig athugað hvort að vínglös og bjórglös hefðu viðeigandi merkingar. Á vefsíðu Neytendastofu segir að tilgangurinn hafi verið að kanna hvort að reglum um vínmál, sem notuð eru til að mæla skammta áfengis sem ætlað er til sölu, væri fylgt eftir. 4. febrúar 2013 15:05
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent