Misbýður yfirlýsing stjórnar Stúdentaráðs frá því í nótt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. febrúar 2013 11:20 Stjórn Röskvu í Stúdentaráði, Röskvuliðum í ráðinu og núverandi frambjóðendum misbýður yfirlýsing sem stjórn Stúdentaráðs sendi frá sér í nótt. Tveir fyrrverandi starfsmenn Stúdentaráðs starfsárið 2011-2012 þurftu að endurgreiða rúmlega hálfa milljón króna til ráðsins eins og fjallað hefur verið um á Vísi í dag. Stúdentaráð birti tilkynningu þess efnis í gærkvöldi að nýjar verklagsreglur hefðu verið teknar í gagnið meðal annars vegna umrædds máls. Í yfirlýsingu sem Röskva sendir frá sér er framganga meirihlutans í Stúdentaráði sögð ömurleg. Það hafi verið fyrir tilstuðlan Röskvuliða í stjórn að umrætt mál hafi verið tekið upp og krafist upplýsinga. Málið eigi rætur að rekja til þess að núverandi meðlimir í stjórn hafi tekið eftir óútskýrðri tölu í ársreikningi Stúdentaráðs. „Röskva reyndi að hefja málið yfir þann skotgrafahernað sem stúdentapólitík einkenndist af á árum áður með því að vinna að sameiginlegri ályktun með Vöku. Í ljósi þess hvernig mál hafa þróast í nótt sér Röskva – Samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands þann eina kost í stöðunni að koma ákveðnum staðreyndum á hreint," segir í yfirlýsingunni sem má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Röskvuliðar segjast hafa samþykkt að stjórn Stúdentaráðs sem heild sendi frá sér heiðarlega yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem greint yrði frá málavöxtum. „Hvatinn að þeirri yfirlýsingu, sem send var út í gær, var sá að stuðla að gagnsæi og axla ábyrgð á þeim slælegu vinnubrögðum sem hafa einkennt meðferð þessa máls. Yfirlýsingin var afrakstur þess samstarfs sem Röskva hafði frumkvæði að." Jón Atli Hermannsson, varaformaður Stúdentaráðs, sagði í samtali við Vísi í dag að slæmt orðalag í upphaflegu yfirlýsingunni hafi verið að ræða. Í tilkynningunni kom fram að að fyrrverandi framkvæmdastjóri og hagsmunafulltrúi ráðsins hefðu „vísvitandi í eigin þágu" farið fram yfir umsamda upphæð á útgáfukortum sem þeir höfðu undir höndum sem starfsmenn ráðsins. Jón Atli þvertók fyrir að um fjárdrátt hefði verið að ræða, eins og mögulega mætti misskilja af orðalagi í fyrri yfirlýsingunni, og vísaði í yfirlýsingu frá stjórn Stúdentaráðs sem send var út í nótt. Í tilkynningunni frá Röskvu segir að í skjóli nætur hafi meirihluti stjórnar sent frá sér aðra yfirlýsingu án samþykkis stjórnarmeðlima Röskvu. Hún sé tilraun meirihluta Vöku til hvítþvottar af allri ábyrgð eins og segir í yfirlýsingunni. Síðari yfirlýsinguna má sjá í lok fyrstu fréttar Vísis af málinu. Yfirlýsing RöskvuRöskvu misbýður yfirlýsing stjórnar Stúdentaráðs í nótt6. febrúar 2013Stjórn Röskvu í Stúdentaráði, Röskvuliðar í Stúdentaráði og núverandi frambjóðendur Röskvu til Stúdentaráðs Háskóla Íslands senda frá sér eftirfarandi yfirlýsingu:Röskva telur að framganga meirihlutans í stjórn Stúdentaráðs sé ömurleg. Um leið og núverandi Röskvuliðar í stjórn komust að málinu tóku þeir það upp, kröfðust upplýsinga og lögðu fyrir stjórn Stúdentaráðs.Röskva reyndi að hefja málið yfir þann skotgrafahernað sem stúdentapólitík einkenndist af á árum áður með því að vinna að sameiginlegri ályktun með Vöku. Í ljósi þess hvernig mál hafa þróast í nótt sér Röskva – Samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands þann eina kost í stöðunni að koma ákveðnum staðreyndum á hreint.Afhjúpun þessa máls á rætur að rekja til þess að núverandi meðlimir Röskvu í stjórn SHÍ hnutu um óútskýrða tölu í ársreikningi Stúdentaráðs. Í ljós kom að um var að ræða skuld sem stofnast hafði til vegna þess að fyrrum starfsmenn skrifstofu Stúdentaráðs fóru yfir heimild sína á úttektakortum sem þeir höfðu til umráða vegnastarfa sinna við Stúdentaráð. Tekið skal fram að óumdeilt er að skuldin er nú að fullu greidd.Núverandi stjórnarmeðlimir Röskvu hafa frá upphafi litið þetta mál alvarlegum augum og ætíð litið svo á að þær upplýsingar sem um ræðir ætti að opinbera, sérstaklega í ljósi þess að Stúdentaráð starfar í umboði stúdenta og hefur til umráða opinbert fé sem verja skal í þágu hagsmunabaráttu stúdenta.Með það fyrir augum að halda áfram góðu samstarfi innan Stúdentaráðs taldi Röskva best að stjórn Stúdentaráðs sem heild sendi frá sér heiðarlega yfirlýsingu þar sem greint yrði frá málavöxtum. Hvatinn að þeirri yfirlýsingu, sem send var út ígær, var sá að stuðla að gagnsæi og axla ábyrgð á þeim slælegu vinnubrögðum sem hafa einkennt meðferð þessa máls. Yfirlýsingin var afrakstur þess samstarfs sem Röskva hafði frumkvæði að.Í skjóli nætur var gefin út önnur yfirlýsing sem stafar eingöngu frá meirihluta stjórnar SHÍ án samþykkis stjórnarmeðlima Röskvu. Þessi yfirlýsing er tilraun meirihluta Vöku til hvítþvottar af allri ábyrgð. Sú yfirlýsing var mjög ólík þeirri fyrri og gengurbeinlínis gegn þeirri sátt sem ríkti um fyrri yfirlýsingu. Við Röskvuliðar teljum að sú tilraun sé Stúdentaráði hreinlega til minnkunar. Tengdar fréttir Ofgreiðsla launa leiddi til nýrra verklagsreglna Framkvæmdastjóri og hagsmunafulltrúi Stúdentaráðs starfsárið 2011-2012 þurftu að endurgreiða rúmlega hálfa milljón króna til ráðsins. Ástæðan var sú að þeir fór fram yfir umsamda upphæð á úttektarkortum hjá N1. 6. febrúar 2013 09:50 Slæmt orðalag í tilkynningu uppspretta misskilnings Jón Atli Hermannsson, varaformaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, segir í samtali við Vísi að ráðið harmi fréttaflutning þess efnis að um fjárdrátt fyrrverandi starfsmanna ráðsins hafi verið að ræða. 6. febrúar 2013 10:46 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Stjórn Röskvu í Stúdentaráði, Röskvuliðum í ráðinu og núverandi frambjóðendum misbýður yfirlýsing sem stjórn Stúdentaráðs sendi frá sér í nótt. Tveir fyrrverandi starfsmenn Stúdentaráðs starfsárið 2011-2012 þurftu að endurgreiða rúmlega hálfa milljón króna til ráðsins eins og fjallað hefur verið um á Vísi í dag. Stúdentaráð birti tilkynningu þess efnis í gærkvöldi að nýjar verklagsreglur hefðu verið teknar í gagnið meðal annars vegna umrædds máls. Í yfirlýsingu sem Röskva sendir frá sér er framganga meirihlutans í Stúdentaráði sögð ömurleg. Það hafi verið fyrir tilstuðlan Röskvuliða í stjórn að umrætt mál hafi verið tekið upp og krafist upplýsinga. Málið eigi rætur að rekja til þess að núverandi meðlimir í stjórn hafi tekið eftir óútskýrðri tölu í ársreikningi Stúdentaráðs. „Röskva reyndi að hefja málið yfir þann skotgrafahernað sem stúdentapólitík einkenndist af á árum áður með því að vinna að sameiginlegri ályktun með Vöku. Í ljósi þess hvernig mál hafa þróast í nótt sér Röskva – Samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands þann eina kost í stöðunni að koma ákveðnum staðreyndum á hreint," segir í yfirlýsingunni sem má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Röskvuliðar segjast hafa samþykkt að stjórn Stúdentaráðs sem heild sendi frá sér heiðarlega yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem greint yrði frá málavöxtum. „Hvatinn að þeirri yfirlýsingu, sem send var út í gær, var sá að stuðla að gagnsæi og axla ábyrgð á þeim slælegu vinnubrögðum sem hafa einkennt meðferð þessa máls. Yfirlýsingin var afrakstur þess samstarfs sem Röskva hafði frumkvæði að." Jón Atli Hermannsson, varaformaður Stúdentaráðs, sagði í samtali við Vísi í dag að slæmt orðalag í upphaflegu yfirlýsingunni hafi verið að ræða. Í tilkynningunni kom fram að að fyrrverandi framkvæmdastjóri og hagsmunafulltrúi ráðsins hefðu „vísvitandi í eigin þágu" farið fram yfir umsamda upphæð á útgáfukortum sem þeir höfðu undir höndum sem starfsmenn ráðsins. Jón Atli þvertók fyrir að um fjárdrátt hefði verið að ræða, eins og mögulega mætti misskilja af orðalagi í fyrri yfirlýsingunni, og vísaði í yfirlýsingu frá stjórn Stúdentaráðs sem send var út í nótt. Í tilkynningunni frá Röskvu segir að í skjóli nætur hafi meirihluti stjórnar sent frá sér aðra yfirlýsingu án samþykkis stjórnarmeðlima Röskvu. Hún sé tilraun meirihluta Vöku til hvítþvottar af allri ábyrgð eins og segir í yfirlýsingunni. Síðari yfirlýsinguna má sjá í lok fyrstu fréttar Vísis af málinu. Yfirlýsing RöskvuRöskvu misbýður yfirlýsing stjórnar Stúdentaráðs í nótt6. febrúar 2013Stjórn Röskvu í Stúdentaráði, Röskvuliðar í Stúdentaráði og núverandi frambjóðendur Röskvu til Stúdentaráðs Háskóla Íslands senda frá sér eftirfarandi yfirlýsingu:Röskva telur að framganga meirihlutans í stjórn Stúdentaráðs sé ömurleg. Um leið og núverandi Röskvuliðar í stjórn komust að málinu tóku þeir það upp, kröfðust upplýsinga og lögðu fyrir stjórn Stúdentaráðs.Röskva reyndi að hefja málið yfir þann skotgrafahernað sem stúdentapólitík einkenndist af á árum áður með því að vinna að sameiginlegri ályktun með Vöku. Í ljósi þess hvernig mál hafa þróast í nótt sér Röskva – Samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands þann eina kost í stöðunni að koma ákveðnum staðreyndum á hreint.Afhjúpun þessa máls á rætur að rekja til þess að núverandi meðlimir Röskvu í stjórn SHÍ hnutu um óútskýrða tölu í ársreikningi Stúdentaráðs. Í ljós kom að um var að ræða skuld sem stofnast hafði til vegna þess að fyrrum starfsmenn skrifstofu Stúdentaráðs fóru yfir heimild sína á úttektakortum sem þeir höfðu til umráða vegnastarfa sinna við Stúdentaráð. Tekið skal fram að óumdeilt er að skuldin er nú að fullu greidd.Núverandi stjórnarmeðlimir Röskvu hafa frá upphafi litið þetta mál alvarlegum augum og ætíð litið svo á að þær upplýsingar sem um ræðir ætti að opinbera, sérstaklega í ljósi þess að Stúdentaráð starfar í umboði stúdenta og hefur til umráða opinbert fé sem verja skal í þágu hagsmunabaráttu stúdenta.Með það fyrir augum að halda áfram góðu samstarfi innan Stúdentaráðs taldi Röskva best að stjórn Stúdentaráðs sem heild sendi frá sér heiðarlega yfirlýsingu þar sem greint yrði frá málavöxtum. Hvatinn að þeirri yfirlýsingu, sem send var út ígær, var sá að stuðla að gagnsæi og axla ábyrgð á þeim slælegu vinnubrögðum sem hafa einkennt meðferð þessa máls. Yfirlýsingin var afrakstur þess samstarfs sem Röskva hafði frumkvæði að.Í skjóli nætur var gefin út önnur yfirlýsing sem stafar eingöngu frá meirihluta stjórnar SHÍ án samþykkis stjórnarmeðlima Röskvu. Þessi yfirlýsing er tilraun meirihluta Vöku til hvítþvottar af allri ábyrgð. Sú yfirlýsing var mjög ólík þeirri fyrri og gengurbeinlínis gegn þeirri sátt sem ríkti um fyrri yfirlýsingu. Við Röskvuliðar teljum að sú tilraun sé Stúdentaráði hreinlega til minnkunar.
Tengdar fréttir Ofgreiðsla launa leiddi til nýrra verklagsreglna Framkvæmdastjóri og hagsmunafulltrúi Stúdentaráðs starfsárið 2011-2012 þurftu að endurgreiða rúmlega hálfa milljón króna til ráðsins. Ástæðan var sú að þeir fór fram yfir umsamda upphæð á úttektarkortum hjá N1. 6. febrúar 2013 09:50 Slæmt orðalag í tilkynningu uppspretta misskilnings Jón Atli Hermannsson, varaformaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, segir í samtali við Vísi að ráðið harmi fréttaflutning þess efnis að um fjárdrátt fyrrverandi starfsmanna ráðsins hafi verið að ræða. 6. febrúar 2013 10:46 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Ofgreiðsla launa leiddi til nýrra verklagsreglna Framkvæmdastjóri og hagsmunafulltrúi Stúdentaráðs starfsárið 2011-2012 þurftu að endurgreiða rúmlega hálfa milljón króna til ráðsins. Ástæðan var sú að þeir fór fram yfir umsamda upphæð á úttektarkortum hjá N1. 6. febrúar 2013 09:50
Slæmt orðalag í tilkynningu uppspretta misskilnings Jón Atli Hermannsson, varaformaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, segir í samtali við Vísi að ráðið harmi fréttaflutning þess efnis að um fjárdrátt fyrrverandi starfsmanna ráðsins hafi verið að ræða. 6. febrúar 2013 10:46