Fjarvera Árna Páls í ríkisstjórn gæti styrkt Samfylkinguna Heimir Már Pétursson skrifar 6. febrúar 2013 17:01 Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, telur að það geti styrkt Samfylkinguna fyrir kosningar að Árni Páll Árnason nýkjörinn formaður flokksins hafi ákveðið að setjast ekki í ríkisstjórn. Fylgi flokksins geti varla hrunið meira en það hafi þegar gert í könnunum. Í yfirlýsingu frá Árna Páli fyrr í dag segir hann að fáar vikur séu eftir til kosninga og flest öll lykilmál þegar komin til meðferðar á Alþingi. Tvennt ráði þessu mati hans, hagsmunir þjóðarinnar af stjórnfestu og sú nauðsyn að finna fyrirheitinu um ný vinnubrögð og hreinskiptin stjórnmál farveg í verkum Samfylkingarinnar við landsstjórnina. Hann sé þó pólitískur talsmaður flokksins og beri ábyrgð á starfi flokksins í ríkisstjórn og muni samkvæmt því umboði leiða stefnumörkun og starf Samfylkingarinnar innan flokks og utan, í samræmi við venju og hefðir þar um. Gunnar Helgi segir þetta staðfesta tvíveldi innan flokksins milli formanns utan stjórnar og forsætisráðherra. „Í raun og veru var þetta fyrirséð," segir Gunnar Helgi. „Það er alveg rétt hjá Árna Páli, hann hefur í raun engan tíma til að taka yfir forsætisráðuneytið eða setja sinn svip á það. Né heldur að setja sinn svip á lagaframleiðslu Alþingis. Þannig að það er alveg eins gott fyrir hann að leika lausum hala í samfélaginu og reyna að leggja sín lóð á vogarskálarnar þar." Fylgi Samfylkingarinnar hefur hrunið í könnunum að undanförnu og er komið allt niður í 12 prósent.Sp. blm. Er þetta líklegt til að styrkja flokkinn fyrir kosningar eða veikja hann? „Ég myndi segja að það skipti eiginlega engu máli. Hann getur nú varla hrunið meira en hann hefur gert. Þannig að spurningin er sú hvort að það styrki hann meira að vera í ríkisstjórn eða vera utan hennar. Mitt mat er það, þó að það sé erfitt að segja, að hann muni koma betur út með því að vera fyrir utan ríkisstjórn." Ríkisstjórnin sé búin að eyða mestu af sinni pólitísku inneign og ákveðin fjarlægð formannsins frá ríkisstjórninni geti skapað flokknum ferskan blæ fyrir kosningar.Sp. blm. Getur hann slitið sig frá málflutningi forsætisráðherrans? „Ég geri ráð fyrir að hann muni reyna að skapa nýjar áherslur. Það sem vantað hefur í Samfylkinguna á síðustu misserum er áhersla á nýsköpun og ferska stefnumótun. Sjálfsagt ætlar Árni Páll að reyna það fyrir kosningar, í stað þess að reyna að ná tökum eitthverju ráðuneyti," segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira
Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, telur að það geti styrkt Samfylkinguna fyrir kosningar að Árni Páll Árnason nýkjörinn formaður flokksins hafi ákveðið að setjast ekki í ríkisstjórn. Fylgi flokksins geti varla hrunið meira en það hafi þegar gert í könnunum. Í yfirlýsingu frá Árna Páli fyrr í dag segir hann að fáar vikur séu eftir til kosninga og flest öll lykilmál þegar komin til meðferðar á Alþingi. Tvennt ráði þessu mati hans, hagsmunir þjóðarinnar af stjórnfestu og sú nauðsyn að finna fyrirheitinu um ný vinnubrögð og hreinskiptin stjórnmál farveg í verkum Samfylkingarinnar við landsstjórnina. Hann sé þó pólitískur talsmaður flokksins og beri ábyrgð á starfi flokksins í ríkisstjórn og muni samkvæmt því umboði leiða stefnumörkun og starf Samfylkingarinnar innan flokks og utan, í samræmi við venju og hefðir þar um. Gunnar Helgi segir þetta staðfesta tvíveldi innan flokksins milli formanns utan stjórnar og forsætisráðherra. „Í raun og veru var þetta fyrirséð," segir Gunnar Helgi. „Það er alveg rétt hjá Árna Páli, hann hefur í raun engan tíma til að taka yfir forsætisráðuneytið eða setja sinn svip á það. Né heldur að setja sinn svip á lagaframleiðslu Alþingis. Þannig að það er alveg eins gott fyrir hann að leika lausum hala í samfélaginu og reyna að leggja sín lóð á vogarskálarnar þar." Fylgi Samfylkingarinnar hefur hrunið í könnunum að undanförnu og er komið allt niður í 12 prósent.Sp. blm. Er þetta líklegt til að styrkja flokkinn fyrir kosningar eða veikja hann? „Ég myndi segja að það skipti eiginlega engu máli. Hann getur nú varla hrunið meira en hann hefur gert. Þannig að spurningin er sú hvort að það styrki hann meira að vera í ríkisstjórn eða vera utan hennar. Mitt mat er það, þó að það sé erfitt að segja, að hann muni koma betur út með því að vera fyrir utan ríkisstjórn." Ríkisstjórnin sé búin að eyða mestu af sinni pólitísku inneign og ákveðin fjarlægð formannsins frá ríkisstjórninni geti skapað flokknum ferskan blæ fyrir kosningar.Sp. blm. Getur hann slitið sig frá málflutningi forsætisráðherrans? „Ég geri ráð fyrir að hann muni reyna að skapa nýjar áherslur. Það sem vantað hefur í Samfylkinguna á síðustu misserum er áhersla á nýsköpun og ferska stefnumótun. Sjálfsagt ætlar Árni Páll að reyna það fyrir kosningar, í stað þess að reyna að ná tökum eitthverju ráðuneyti," segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira