Innlent

Íslenski milljónamæringurinn þarf ekki að borga skatt af vinningnum

Stefán Konráðsson
Stefán Konráðsson
„Nei, hann er ekki búinn að gefa sig fram en ég býst við að hann láti vita af sér í dag eða á morgun," segir Stefán Konráðsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar getspár.

Í gærkvöldi datt Íslendingur heldur betur í lukkupottinn því hann var einn með allar tölurnar réttar í Víkingalottóinu. Hann fær því um 127 milljónir í sinn hlut.

Þetta er lang stærsti vinningur í sögu Íslenskrar getspár. Í fyrra komu þó tveir stórir vinningar, annar í október, 103 milljónir, og í mars 107 milljónir.

„Við hvetjum alla til að skoða miðana sína, en þetta getur tekið nokkra daga en þetta er svo svakalega há upphæð svo ég á von á því að hann komi á næstu dögum," Stefán.

Stefán segir að spilarinn fái vinninginn skattfrjálst, enda séu allir leikir hjá Íslenskri getspár skattfrjálsir.

Sá sem vann milljónirnar 127 var með miðann sinn í áskrift. Þá var líka heppinn íslenskur spilari sem vann 10 milljónir í bónusvinning, sá miði var keyptur í Hagkaup við Furuvelli á Akureyri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×