Matsfyrirtækið Moody's breytti í dag horfunum á Baa3 lánshæfiseinkunn Ríkissjóðs Íslands úr neikvæðum í stöðugar. Þetta kemur fram í frétt á vef Seðlabanka Íslands.
Ákvörðun Moody's um að setja horfurnar aftur í stöðugar byggir á því dregið hefur úr þeirri áhættu sem fylgdi úrskurði EFTA-dómstólsins í janúar. Sá atburður leggst á sveif með öðrum jákvæðum þáttum í þróuninni á Íslandi síðastliðna 12 mánuði að mati fyrirtækisins.
Lánshæfiseinkunnir Ríkissjóðs Íslands Baa3/P-3 fyrir langtíma- og skammtímaskuldbindingar eru áfram óbreyttar.
Moody's breytir horfum á lánshæfiseinkunn Íslands í stöðugar
