Innlent

Segir hugmynd um reykingabann allt of víðtæka

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, segir hugmyndina um reykingabann og víðtæka.
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, segir hugmyndina um reykingabann og víðtæka.
„Ég er ekki ósammála því að skoða það að reykingar verði bannaðar í kringum opinberar stofnanir," segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, spurður út í tillögu Framsóknarmannsins Ómars Stefánssonar, sem hann lagði fram á bæjarráðsfundi í gær.

Tillagan hefur vakið nokkra athygli, en þar leggur Ómar til þess að bæjarritara verði falið að skoða hvort hægt sé að setja í lögreglusamþykkt Kópavogsbæjar bann við reykingum utanhúss við stofnanir í Kópavogi, svo sem heilsugæslu, söfn og sundlaugar.

Ómar gengur þó skrefinu lengra og segir: „Jafnframt að athuga hvort möguleiki er á að banna alfarið reykingar í landi Kópavogs."

Ármann, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, sem er í meirihluta í bæjarstjórn, segir hugmyndina um bann við reykingar í kringum opinberar stofnanir, sérstaklega þar sem börn stunda íþróttir eða aðra heilsutengda starfsemi, álitlega og nokkuð sem megi skoða.

„En í mínum huga er hitt allt of víðtækt," segir Ármann um hugmyndir Ómars um að banna reykingar alfarið á landi Kópavogsbæjar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×