Fáir skjólstæðingar Stígamóta leituðu til Neyðarmóttöku vegna nauðgana Hugrún Halldórsdóttir skrifar 20. janúar 2013 18:56 Einungis tuttugu af þeim hundrað og fjörutíu sem leituðu til Stígamóta í fyrra höfðu áður leitað til Neyðarmóttöku vegna nauðgana. Talskona samtakanna vill að móttakan verði bætt til muna og flutt frá bráðaþjónustunni, en hún hefur skorað á velferðarráðherra að beita sér í málinu. Neyðarmóttaka fyrir þolendur kynferðisofbeldis var stofnuð fyrir tveimur áratugum á bráðamóttökunni í Fossvogi en þjónustan hefur dalað verulega frá þeim tíma að mati Guðrúnar Jónsdóttur hjá Stígamótum. Þar er enginn yfirlæknir lengur og félagsráðgjafar eru ekki lengur hluti af sérfræðingateymi. „Það er að vísu frábær sálfræðingur sem að tengist neyðarmóttökunni en konur fá hjálp síðar. Það var teymi með sérþjálfuðum hjúkrunarfræðingum sem var kallað út ásamt sérþjálfuðum læknum. Það eru núna langflestir bráðadeildarhjúkrunarfræðingar sem líka eru að sinna bílslysum og hjartaáföllum og staðsetningin er þannig að tilfinningin er alltaf að þú sért að keppa við bráðatilfelli, hjartaáföll, bílslys, hvað svo sem það er," segir Guðrún. Þegar í Fossvoginn er svo komið er ekki að sjá nein merki um að neyðarmóttakan sé á þeim stað, en þolendur þurfa að ganga að glerbúrinu og tilkynna að þeir þurfi á hjálp að halda fyrir framan alla á biðstofunni. 137 konur og sex karlar leituðu til Stígamóta á síðasta ári vegna nauðgana en einungis tuttugu fóru einnig á neyðarmóttökuna. Guðrún segir að tölurnar sýni að hægt sé að bæta þjónustuna verulega við þennan hóp og hefur hún skorað á velferðarráðherra að koma á fót bættri neyðarmóttöku.Guðrún Jónsdóttir.„Ég sé fyrir mér áfallamiðstöð gegn ofbeldi sem yrði tekin út af bráðaþjónustunni og sett í rólegt umhverfi, sniðið fyrst og síðast að þörfum þeirra sem á henni þurfa að halda," segir Guðrún. Spurð hvort hún telji að fleiri þolendur muni leita sér hjálpar með bættu aðgengi svarar Guðrún: „Það er það sem ég myndi vilja sjá." „Staðreyndin er sú að ríkisstjórnin sem við höfum núna er lang velviljugasta ríkisstjórn sem hefur verið við völd síðan ég byrjaði og þess vegna finnst mér svo mikilvægt að nýta hverja mínútu því ég hef ekki hugmynd um hvað tekur við," segir Guðrún og bætir við: „Einmitt vegna þess að ég hef fundið þennan skilning og velvilja að þá finnst mér að það væri svo mikilvægt að setja í gang þessa vinnu. Ég bendi líka á að Barnahúsið þykir fyrirmyndarúrræði. Samkvæmt Braga Guðbrandssyni [forstjóra Barnaverndarstofu] eru orðin til 40 Barnahús að íslenskri fyrirmynd. Við getum verið til jafnmikillar fyrirmyndar þegar kemur að kynferðisofbeldi gegn fullorðnum." Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fleiri fréttir Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Sjá meira
Einungis tuttugu af þeim hundrað og fjörutíu sem leituðu til Stígamóta í fyrra höfðu áður leitað til Neyðarmóttöku vegna nauðgana. Talskona samtakanna vill að móttakan verði bætt til muna og flutt frá bráðaþjónustunni, en hún hefur skorað á velferðarráðherra að beita sér í málinu. Neyðarmóttaka fyrir þolendur kynferðisofbeldis var stofnuð fyrir tveimur áratugum á bráðamóttökunni í Fossvogi en þjónustan hefur dalað verulega frá þeim tíma að mati Guðrúnar Jónsdóttur hjá Stígamótum. Þar er enginn yfirlæknir lengur og félagsráðgjafar eru ekki lengur hluti af sérfræðingateymi. „Það er að vísu frábær sálfræðingur sem að tengist neyðarmóttökunni en konur fá hjálp síðar. Það var teymi með sérþjálfuðum hjúkrunarfræðingum sem var kallað út ásamt sérþjálfuðum læknum. Það eru núna langflestir bráðadeildarhjúkrunarfræðingar sem líka eru að sinna bílslysum og hjartaáföllum og staðsetningin er þannig að tilfinningin er alltaf að þú sért að keppa við bráðatilfelli, hjartaáföll, bílslys, hvað svo sem það er," segir Guðrún. Þegar í Fossvoginn er svo komið er ekki að sjá nein merki um að neyðarmóttakan sé á þeim stað, en þolendur þurfa að ganga að glerbúrinu og tilkynna að þeir þurfi á hjálp að halda fyrir framan alla á biðstofunni. 137 konur og sex karlar leituðu til Stígamóta á síðasta ári vegna nauðgana en einungis tuttugu fóru einnig á neyðarmóttökuna. Guðrún segir að tölurnar sýni að hægt sé að bæta þjónustuna verulega við þennan hóp og hefur hún skorað á velferðarráðherra að koma á fót bættri neyðarmóttöku.Guðrún Jónsdóttir.„Ég sé fyrir mér áfallamiðstöð gegn ofbeldi sem yrði tekin út af bráðaþjónustunni og sett í rólegt umhverfi, sniðið fyrst og síðast að þörfum þeirra sem á henni þurfa að halda," segir Guðrún. Spurð hvort hún telji að fleiri þolendur muni leita sér hjálpar með bættu aðgengi svarar Guðrún: „Það er það sem ég myndi vilja sjá." „Staðreyndin er sú að ríkisstjórnin sem við höfum núna er lang velviljugasta ríkisstjórn sem hefur verið við völd síðan ég byrjaði og þess vegna finnst mér svo mikilvægt að nýta hverja mínútu því ég hef ekki hugmynd um hvað tekur við," segir Guðrún og bætir við: „Einmitt vegna þess að ég hef fundið þennan skilning og velvilja að þá finnst mér að það væri svo mikilvægt að setja í gang þessa vinnu. Ég bendi líka á að Barnahúsið þykir fyrirmyndarúrræði. Samkvæmt Braga Guðbrandssyni [forstjóra Barnaverndarstofu] eru orðin til 40 Barnahús að íslenskri fyrirmynd. Við getum verið til jafnmikillar fyrirmyndar þegar kemur að kynferðisofbeldi gegn fullorðnum."
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fleiri fréttir Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Sjá meira