Innlent

Skaut fast á fyrrum félaga

Heimir Már Pétursson skrifar
Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna segir að ef þeir sem yfirgefið hafa þingflokkinn hefðu náð að sprengja ríkisstjórnina, hefðu stór mál eins og rammaáætlun í umhverfismálum ekki náð fram að ganga. Hann segir að fara eigi í þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið.

Vinstri Grænir komu saman til flokksráðsfundar á Grand Hóteli í dag og formaður flokksins skaut föstum skotum á þá þingmenn sem hafa yfirgefið flokkinn.

„Og þetta hefði ekki gerst núna þó seint sé, ef ríkisstjórnin hefði fallið. Til dæmis þegar sumir fyrrverandi félagar okkar greiddu atkvæði með því um að hún færi frá. Þá hefði því miður engin rammáætlun náðst í gegn síðar fyrir tilstyrk þessa stjórnarsamstarfs," sagði Steingrímur og nefndi að neðri hluta þjórsár og fleiri náttúruperlu hefði verið komið í skjól með rammaáætlunni.

Steingrímur ítrekaði andstöðu Vinstri grænna við aðild að Evrópusambandinu og sagði þær forsendur sem lagðar hefðu verið af stjórnarflokkunum við gerð stjórnarsáttmála árið 2009, ættu ekki lengur við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×